Árásin í gærkvöldi átti sér stað í þorpi suður af Belgrad þar sem byssumaður skaut af vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Staðarmiðlar segja að tvítugur maður hafi byrjað að skjóta á hóp fólks eftir að hann lenti í deilum við lögreglumann í þorpinu Dubona. Hann hafi síðan flúið á bíl og haldið skothríðinni áfram.
Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu og tóku um 600 lögregluþjónar þátt í aðgerðum.
Grunaði fannst eftir umfangsmikla leit.
Tveir eru sagðir í alvarlegu ástandi eftir að hafa gengist undir uppskurð í nótt en hin slösuðu eru öll á þrítugsaldri.
Hingað til hafa slíkar fjöldaárásir með skotvopni verið afar fátíðar í Serbíu þar sem skotvopnalöggjöfin er afar hörð. Hins vegar er skotvopnaeign mjög almenn í landinu en talið er að tæplega 40 byssur séu á hverja 100 íbúa, sem er þriðja hæsta hlutfall í heimi, á eftir Bandaríkjunum og nágrönnunnum í Svartfjallalandi.
rbía