Sameining Kvennó og MS? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. maí 2023 08:31 Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun