Framtíðin er í húfi Gunnar Smári Egilsson skrifar 1. maí 2023 13:31 Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Verkalýðsdagurinn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands sendir öllu launafólki baráttukveðjur í tilefni dagsins og hvetur það til þátttöku, ekki bara í göngum dagsins heldur í verkalýðshreyfingunni almennt. Hreyfingin endurspeglar ekki vilja og vonir launafólks nema þegar þar er öflugt starf leitt af félagsfólki sjálfu. Þegar trúnaðarráð eru sterk, félagsfundir haldnir reglulega, ætíð mikilvægar aðgerðir í gangi, reglulega kosið til embætta og umræða um baráttuna og framtíðina er lifandi og kvik meðal félagsfólks. Forsenda árangurs launafólks í stéttabaráttunni er almenn þátttaka og skipulögð samtök sem drifin eru áfram af öflugri grasrót. Fjöldinn er beittasta vopn alþýðunnar. Auðvaldið er skipulagt og það er auðugt, hefur dregið til sinn allan arð úr samfélaginu. Og það hefur skýr markmið í stéttastríðinu; að auka völd sín og auð og halda niðri baráttu almennings, veikja lýðræðið og færa allar ákvarðanir um framtíðina frá lýðræðisvettvangnum þar sem hver maður hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði. Og þar sem ríkir alræði hinna ríku. Til að mæta þessu einbeitta niðurrifsafli, gagnbyltingu hinna ríku gegn öllum sigrum verkalýðsins á síðustu öld, þarf almenningur að vakna, virkjast og vinna skipulega. Þetta eru verkefnin á 1. maí. Horfum aftur til sigra fortíðar í leit að hvatningu, en ekki sefjun sökum þess að margt hafi verið gert. Og allra síst sannfæringu um að allt lagist að sjálfum sér, að öll öfl í samfélaginu vilji vel og að öll höfum við sömu markmið. Það er bara almenningur og samtök hans sem bera hag almennings fyrir brjósti. Kröfugöngur 1. maí ganga til framtíðar og það er framtíð þar sem alþýðan er laus undan arðráni og kúgun, laus undan valdi auðvaldsins, þar sem hún mótar samfélagið sjálf og ræður stefnunni. Þar sem fólk kýs sér sitt framtíðarland en neyðist ekki að búa inn á verbúð hinna ríku. Andstæðingurinn er vel skipulagður, ríkur og grimmur. Hann stendur í vegi fyrir þessari framtíð. Og hann er áhrifaríkur, hefur sannfært fjölda fólks um að völd alþýðunnar séu niðurrif en auðvaldið hins vegar skapandi og gefandi. Þessi er hins vegar þveröfugt farið. Allt sem er gott og verðmætt í okkar samfélagi hefur orðið til vegna baráttu alþýðunnar. Ef alþýðan rís ekki upp og endurheimtir vonina um réttlátt samfélag mun auðvaldið halda áfram að brjóta niður allt það góða. Það mun ekki aðeins eyðileggja þann vefnað sem samfélagið er heldur eyðileggja náttúruna og loftslagið og gera líf kynslóðanna óbærilegt, fórna mannkyninu öllu fyrir aukinn gróða. Svo blint og grimmt og andstyggilegt er auðvaldið. Það er andstæðingur sem okkur ber að mæta af hörku. Öll linkind gagnvart þessu eyðandi afli er í reynd stuðningur við það. Göngur dagsins ættu að stefna í allt aðra átt, til bjartrar framtíð. Göngurnar ættu að efla vilja okkur til að taka til baka þau völd sem almenningur hefur fært auðvaldinu og nota það til að losna við spillingu og sjálfshól hinna ríku og til að móta saman nýtt samfélag byggt á samhug, kærleika, friði, réttlæti og virðingu fyrir fólki og náttúru. Ekkert af þessu er að finna hjá auðvaldinu. Það elskar aðeins auð sinn. Að fela því afli stjórn samfélagsins er sjálfsmorð. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar