Hinn 32 ára gamli Tristan Thompson gekk nýlega til liðs við Los Angeles Lakers sem spila um þessar mundir í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Lakers unnu Memphis Grizzlies 117-111 í framlengdum leik í nótt og eru því 3 - 1 yfir í seríunni milli liðanna.

Meðal áhorfenda voru Kim Kardashian, sjö ára sonur hennar, Saint West og Kris Jenner, matríarki Kardashian-Jenner-veldisins. Einnig var kærasti Jenner, Corey Gamble, með þeim á leiknum.
Fjölskyldan skemmti sér vel á leiknum, Kim tók sjálfur af sér og syninum sem var í Lakers-treyju merktri Thompson. Fyrir leik kom Tristan yfir til þeirra og gaf tengdamóðurinni fyrrverandi stórt knús.

Þau voru ekki einu stjörnurnar á leiknum heldur var fjöldi þekktra nafna mætt. Þar á meðal Meghan Markle og Harry Bretaprins, Adam Sandler, P. Diddy og Flea úr Red Hot Chilli Peppers en hann er fastagestur á leikjum liðsins.

Tristan Thompson á tvö börn með Khloe Kardashian, hina fimm ára True og son sem er níu mánaða og hefur ekki enn fengið opinbert nafn. Parið byrjaði fyrst saman árið 2016 og var samband þeirra mjög stormasamt sökum ítrekaðra framhjáhalda Tristans.
Þau hættu að lokum saman í desember 2021 eftir að hafa trúlofað sig í leyni. Tristan hafði þá gert aðra konu ólétta á meðan Khloe bar ófæddan son þeirra.
