Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 08:42 Meint viðtal Die Aktuelle við Michael Schumacher var kynnt sem það fyrsta frá því að hann hlaut alvarlegan heilaskaða í desember árið 2013. Hér sést Schumacher rúmu ári fyrir slysið á blaðamannafundi fyrir japanska kappaksturinn. AP/Itsuo Inouye Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann. Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann.
Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira