Pólskt samfélag í áfalli Martyna Ylfa Suszko skrifar 22. apríl 2023 18:00 Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Skoðun Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki.
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun