Pólskt samfélag í áfalli Martyna Ylfa Suszko skrifar 22. apríl 2023 18:00 Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Þetta vekur upp hjá öllum margar spurningar og vangaveltur. Af hverju gerðist þetta? Hvað leiddi til þess? Var hægt að koma í veg fyrir þessa hörmung? Það eru jafn margar skoðanir á þessu og spurningar. En að mínu mati, sem pólsk kona sem hefur búið hér á landi síðan ég var á grunnskólaaldri hef ég mitt eigið álit. Pólverjar á Íslandi er einn stærsti hópur innflytjenda á Íslandi. Samkvæmt hagstofu Íslands eru 20% af öllu fólki á íslenskum vinnumarkaði pólskir ríkisborgarar. Ísland ekki fjölmennasta ríki í heimi, en til þess að þróa áfram okkar hagkerfi þurfum við að fá vinnuafl að utan. Pólverjar sem koma hér koma til Íslands einmitt til þess að starfa, en við þurfum að muna að þetta fólk á líka fjölskyldur, börn og vini. Talsvert af innflytjendum ákveða að vera áfram hér á landi og kalla Ísland sitt land. En á móti, þó margir eru opnir og jákvæðir í garð innflytjenda, atvik eins og harmleikur síðasta fimmtudags sýnir fram að við erum ennþá með langan veg fyrir framan okkar. Fordómar og misskilningar eru því miður út um allt. Það sem mér finnst en sorglegra er það að okkar yngri kynslóð er líka með slíkt viðhorf. Þetta sýnir það að við þurfum að bæta okkur. Fordómar byrja oft smáir, með gríni og athugasemdum. Ég hef oft heyrt að ef útlendingar myndu læra Íslensku þá væri þetta í lagi og þeim yrði boðið velkomið með opnum örmum, en það er ekki svo einfalt. Ég tala Íslensku og hef starfað sem túlkur í fjölmörg ár, en samt fæ ég oft athugasemdir um heiminn minn og spurningar hvaðan ég er. Ég ólst upp á Íslandi, og lít á mig sem Íslending. Íslendingur af pólskum uppruna, en samt, Íslendingur. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint, en ef ég á að vera hreinskilin þá fæ ég sting í hjartað þegar ég fæ svona athugasemdir. Ég hugsa með mér „Afhverju get ég ekki verið venjuleg?“ Mér líður ekki eins og ég sé öðruvísi, en aðrir virðast vera að hugsa það. Þó svona athugasemdir eru oftast saklausar, þá þurfum við að muna að við höfum áhrif. Fyrir ungt fólk, sem hefur ekki náð andlegum þroska, er oft einfalt að komast að þeirri niðurstöðu að “öðruvísi” er það sama og „verri.“ Að þetta er barátta. „Við“ gegn „þeim.“ Svona hugsunarháttur getur dregið með sér hræðilegar afleiðingar. Ég neita því ekki að sumt fólk af erlendum uppruna hefur líka gert eitthvað af sér, en það eru undantekningar, ekki regla. Við þurfum öll að gera betur og hugsa um hvernig við komum fram við fólk í kringum okkur. Á stundum eins og þessum er mikilvægt að muna að við erum öll partur af íslensku samfélagi, hvaðan sem við komum. Við þurfum öll að vinna í gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi. Höfundur hefur búið á Íslandi síðan 2005 og er af pólskum uppruna, starfar sem túlkur og rekur túlkunarfyrirtæki.
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun