Jarez Posey, umboðsmaður Coolio til margra ára, sagði í samtali við Associated Press að eiturlyfið Fentanyl hafi dregið Coolio til dauða en einnig hafi fundist ummerki um heróín og metamfetamín í taugakerfi hans.
Samkvæmt skrifstofu réttarlæknis Los Angeles-sýslu var dauði Coolio, réttu nafni Artis Leon Ivey yngri, slys. Þar hafi hjartavöðvakvilli, sjúkdómur sem veldur því að hjartað á erfitt með að dæla blóði út í líkamann, stór þáttur í dauðsfallinu.
Jafnframt greindi Posey frá því að rannsakendur hefðu komist að því að astmi Coolio og sígarettureykingar hans hefðu spilað stóra rullu í dauða hans.
Coolio var aðeins 59 ára gamall þegar hann lést.