Körfubolti

Martin lék í sigri Valencia

Smári Jökull Jónsson skrifar
Martin með boltann í leik kvöldsins.
Martin með boltann í leik kvöldsins. Vísir/Getty

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sigur á Bologna í EuroLeague deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Bæði lið eru í baráttu í neðri hluta EuroLeague deildarinnar og eiga ekki möguleika á að komast í úrslitakeppni átta efstu liðanna. Fyrir leikinn var Valencia með fjórtán sigra eftir þrjátíu og tvo leiki en Bologna með þrettán sigra.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleiknum en að honum loknum leiddi Valencia 40-38. Martin Hermannsson hefur hægt og rólega verið að koma til baka í lið Valencia á síðustu vikum en hann sleit krossband á síðasta tímabili.

Leikurinn var áfram jafn eftir hlé og staðan fyrir lokafjórðunginn var 58-57 Valencia í vil. Þar skildu hins vegar leiðir. Valencia hóf fjórðunginn á 13-2 kafla og náði góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi.

Lokatölur 79-68, góður sigur hjá Valencia.

Martin Hermannsson lék í rúmar sjö mínútur fyrir Valencia í dag. Hann komst ekki á blað en gaf tvær stoðsendingar, stal einum bolta og varði eitt skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×