Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Richard Dumas í baráttu við Scottie Pippen í úrslitum NBA-deildarinnar vorið 1993. vísir/getty Í Bónus Körfuboltakvöldi valdi Teitur Örlygsson úrvalslið uppáhalds samherja sinna á ferlinum. Einn þeirra spilaði í úrslitum NBA-deildarinnar. Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Teitur lék eitt tímabil sem atvinnumaður í Grikklandi með liði Gymnastikos Syllogos Larissas. Meðal samherja hans þar var Richard Dumas sem gerði garðinn frægan með Phoenix Suns. Hann spilaði meðal annars með liðinu gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitum NBA vorið 1993. Ferill Dumas náði þó aldrei því flugi sem hann hefði getað náð vegna áfengis- og eiturlyfjafíknar. „Ég varð að setja góðan dreng þarna inn. Þessi er ofboðslega minnisstæður. Árið mitt í Grikklandi er hann annar af tveimur Bandaríkjamönnum í liðinu. Margir sem fylgjast vel með körfubolta vita hver þetta er. Þarna kemur hann eftir ansi minnisstæða úrslitakeppni á móti Jordan og Bulls þar sem hann stóð sig frábærlega en stuttu seinna, eftir að hann er búinn að gera einhvern tuga milljóna samning, fellur hann á lyfjaprófi en var löglegur í Evrópu,“ sagði Teitur í Bónus Körfuboltakvöldi. „Þetta er þvílíkur öðlingur en hann var veikur, greinilega fíkill. Hann var mikill alkahólisti og hann segist ekki hafa drukkið einn bjór fyrir æfingar heldur kippu. Hann var í þessum pakka úti í Grikklandi, að læðast í litlu hornbúðirnar og kom með kippu af Amstel, sat aftast í rútunni og hellti því í sig. En við náðum virkilega vel saman og ég er alveg sekur: Ég fékk mér alveg einn bjór með honum. En ég fékk líka söguna. Hann opnaði sig og sagði hvað hann væri búinn að fokka upp í lífinu og þótti það virkilega leiðinlegt.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Draumalið Teits Phoenix valdi Dumas með 46. valrétti í nýliðavalinu 1991. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi fyrir fyrsta tímabilið sitt og gat ekki byrjað að spila fyrr en liðið var á tímabilið 1992-93. Þar var hann með 15,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik fyrir Phoenix sem vann 62 leiki og komst í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Bulls, 4-2. Dumas var valinn í annað úrvalslið nýliða tímabilið 1992-93. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
NBA Körfuboltakvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira