Körfubolti

Hattarmenn senda Kanann heim

Aron Guðmundsson skrifar
McCauley í leik mðe Hetti gegn Grindavík í Bónus deildinni
McCauley í leik mðe Hetti gegn Grindavík í Bónus deildinni Vísir/Anton Brink

Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun. 

Þessi 26 ára gamli skotbakvörður gekk til liðs við Hött fyrir yfirstandandi tímabil eftir að hafa tímabiliðið áður spilað í Lúxemborg.

McCauley náði aðeins að spila sex leiki fyrir Hattarmenn í Bónus deildinni og í þeim leikjum setti hann að meðaltali niður 18,5 stig, tók 6,2 fráköst og gaf 1,3 stoðsendingar.

Í yfirlýsingu Hattar er Bandaríkjamanninum þakkað fyrir sitt framlag.

„Nýr leikmaður verður tilkynntur síðar,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Síðasti leikur McCauley fyrir Hött var gegn Val á Egilsstöðum í síðustu umferð. Sigurleikur þar sem að Bandaríkjamaðurinn setti niður 24 stig og tók níu fráköst.

Höttur er sem stendur í áttunda sæti Bónus deildarinnar með sex stig þegar að sex umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×