Stærstu liðin voru á eftir Gísla: „Er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2023 20:00 Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg gegn Kiel. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að það sé mikið öryggi í því að skrifa undir nýjan samning við Magdeburg til ársins 2028. Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“ Þýski handboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“
Þýski handboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira