Gefum íslensku séns! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. mars 2023 14:00 Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Íslensk tunga Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns.
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar