Gefum íslensku séns! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 24. mars 2023 14:00 Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Íslensk tunga Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var staðið að átaki á Ísafirði með það augnamið að auka vitund fólks gagnvart íslensku og tileinkun málsins. Átakið hlaut nafngiftina Íslenskuvænt samfélag: við erum öll almannakennarar og hafði Háskólasetur Vestfjarða veg og vanda að skipulagningu átaksins þótt fleiri aðilar hafi vissulega komið að því, t.a.m. Fræðslumiðstöð Vestfjarða og ekki síst íbúar Ísafjarðar. Nú vill svo til að átakið hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn gerir þeim sem að átakinu standa ekki bara kleift að halda áfram því góða starfi sem unnið var á síðasta ári heldur einnig að bæta um betur, auka og þétta dagskrá ársins 2023. Liður í því er að endurhugsa nafngiftina og eftir fund sem haldin var 14.2. síðastliðinn varð ofan á að breyta henni í GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -ÍSLENSKUVÆNT SAMFÉLAG. Nýju nafngiftinni er ætlað að brýna enn betur fyrir fólki að leitast við að gefa öllum tækifæri til að nota þá íslensku sem hentar hverju sinni, svo og að gefa fólki sem lærir málið tíma sinn og athygli án þess að vera með umvandanir. Skal stefnt að því að nota sem oftast íslensku og miða málsnið sitt við hæfni viðmælandans enda er deginum ljósara að íslenska árið 2023 er allskonar. Skilaboðin: Fyrst þú kannt þó eitthvað í málinu, þá er ókei að nota íslensku, við þurfum ekki að skipta yfir á ensku. Markmiðið er því, í sem fæstum orðum, stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að fólk sem lærir málið, sama hvar á vegi það er á vegi statt , fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Átakið snýst því mikið til um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra málið, hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku, að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Enda er það svo að við, sem að átakinu stöndum, trúum því að tungumál lærist best af umhverfinu og að æskilegast sé ef samfélagið getur orðið eins konar framlenging á kennslustofunni. Og án þess að vera um of sjálfhælin teljum okkur hafa náð nokkuð góðum árangri hér fyrir vestan. En alltaf má auðvitað á sig blómum bæta og verður því lagst enn kröftugar á árarnar í ár. Og í raun er það, að vekja fólk til umhugsunar, ástæða þessara skrifa ásamt því auðvitað að vekja athygli á átakinu. Allir ættu nefnilega að geta lagt sitt lóð á vogarskálina. Fyrsta skrefið í þá veru gæti verið að víkja burt andvaraleysi sem hugsanlega kann að vera ríkjandi hvað málefnið varðar, að leiða hugann að því hvort það sé ekki samfélaginu fyrir bestu að íslenska sé notuð á öllum sviðum samfélagsins og hvað við getum gert til að stuðla að því. Við getum öll verið almannakennarar ef við viljum. Þetta er það sem við viljum stefna að, að gefa íslensku séns í breyttu samfélagi, samfélagi sem er langt í frá einsleitt heldur fremur fjölbreytt. Íslenskan verður að endurspegla þann veruleika. Að lokum: Hafir þú áhuga á að vinna íslensku brautargengi og stuðla að íslenskuvænu samfélagi máttu og gjarnan setja þig í samband við okkur í gegnum islenska(hjá)uw.is og varpa fram hugmyndum. Með íslenskuvænum kveðjum, Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða svo og átaksins Gefum íslensku séns.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar