Hágæða ferðaþjónusta og betur borgandi ferðamenn Már Másson skrifar 23. mars 2023 10:00 Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun