Forstjóri TikTok mætir þingmönnum og varar við því að banna forritið Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 14:58 TikTok nýtur gífurlegra vinsælda um heiminn allann. Ráðamenn víða hafa áhyggjur af mögulegum aðgangi yfirvalda í Kína að persónuupplýsingum notenda. AP/Michael Dwyer Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, mun mæta á þingfund í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á morgun, þar sem hann mun verjast ásökunum um að forriti hans sé ekki treystandi. Ráðamenn í Bandaríkjunum og þar á meðal þingmenn bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins vilja að forritið verði bannað í Bandaríkjunum eða selt. Um 150 milljónir Bandaríkjamanna nota forritið reglulega en það nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa áhyggjur af því að ríkisstjórn Kína gæti haft aðgang að persónuupplýsingum notenda en TikTok er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance Ltd. Í frétt Washington Post segir að bandarískir ráðamenn hafi aldrei sýnt sannanir fyrir ásökunum sínum og að forsvarsmenn TikTok hafi ávallt neitað þeim. Ótti þeirra sem hafa áhyggjur af persónuupplýsingum notenda TikTok snúa meðal annars að því að BytaDance gæti verið skilyrt til að afhenda yfirvöldum í Kína öll gögn, yrði þeirra krafist. Áðurnefndir ráðamenn og aðrir hafa einnig áhyggjur af því að forritið vinsæla gæti verið notað til að ýta undir áróður yfirvalda í Kína. Ríkisstjórn Joes Bidens hefur sagt að til greina komi að banna TikTok en það hafði ríkisstjórn Donalds Trumps einnig gert. Chow, sem er fjörutíu ára gamall og upprunalega frá Singapúr, hefur samkvæmt Washington Post sagt þingmönnum og öðrum í einrúmi að fyrirtæki hans tengist ríkisstjórn Kína. Í upphafsræðu sinni á þingfundi morgundagsins mun hann meðal annars segja að notendur TikTok muni njóta frelsis gegn öllum ríkisstjórnum. Hann mun segjast að öryggi þeirra 150 milljóna manna sem nota forritið í Bandaríkjunum sé gífurlega mikilvægt. Fram kemur í frétt Wall Street Journal að forsvarsmenn ByteDance hafa sagt að um sextíu prósent hlutabréfa félagsins séu í eigu alþjóðlegra fjárfesta. Tuttugu prósent séu í eigu starfsmanna og önnur tuttugu í eigum stofnenda. Félagið var stofnað í Peking árið 2012. Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Um 150 milljónir Bandaríkjamanna nota forritið reglulega en það nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar hafa áhyggjur af því að ríkisstjórn Kína gæti haft aðgang að persónuupplýsingum notenda en TikTok er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance Ltd. Í frétt Washington Post segir að bandarískir ráðamenn hafi aldrei sýnt sannanir fyrir ásökunum sínum og að forsvarsmenn TikTok hafi ávallt neitað þeim. Ótti þeirra sem hafa áhyggjur af persónuupplýsingum notenda TikTok snúa meðal annars að því að BytaDance gæti verið skilyrt til að afhenda yfirvöldum í Kína öll gögn, yrði þeirra krafist. Áðurnefndir ráðamenn og aðrir hafa einnig áhyggjur af því að forritið vinsæla gæti verið notað til að ýta undir áróður yfirvalda í Kína. Ríkisstjórn Joes Bidens hefur sagt að til greina komi að banna TikTok en það hafði ríkisstjórn Donalds Trumps einnig gert. Chow, sem er fjörutíu ára gamall og upprunalega frá Singapúr, hefur samkvæmt Washington Post sagt þingmönnum og öðrum í einrúmi að fyrirtæki hans tengist ríkisstjórn Kína. Í upphafsræðu sinni á þingfundi morgundagsins mun hann meðal annars segja að notendur TikTok muni njóta frelsis gegn öllum ríkisstjórnum. Hann mun segjast að öryggi þeirra 150 milljóna manna sem nota forritið í Bandaríkjunum sé gífurlega mikilvægt. Fram kemur í frétt Wall Street Journal að forsvarsmenn ByteDance hafa sagt að um sextíu prósent hlutabréfa félagsins séu í eigu alþjóðlegra fjárfesta. Tuttugu prósent séu í eigu starfsmanna og önnur tuttugu í eigum stofnenda. Félagið var stofnað í Peking árið 2012.
Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira