Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 14:24 Konur vaða flóðvatn í Pakistan eftir gríðarlega vatnavexti þar síðasta haust. Mannkynið getur búið sig undir frekari loftslagshamfarir af þessu tagi og öðru þar sem fátt bendir til þess að ríkjum heims sé alvara með loftslagsmarkmiðum sínum. AP/Fareed Khan Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. Niðurstaða sjöttu samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í dag er að líklegt sé að farið verði fram úr markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráðu hlýnun innan áratugs. Sennilegt er að hlýnunin verði orðin meiri þegar næsta stóra loftslagsskýrsla SÞ kemur út. Hlýnunin nemur nú þegar 1,1 gráðu frá upphafi iðnbyltingar og hefur mannkynið þannig valdið óafturkræfum grundvallarbreytingum á umhverfi jarðarinnar sem eru fordæmalausar. Aðgerðir ríkja heims endurspegla ekki alvarleika málsins þrátt fyrir að heimsbyggðin búi yfir allri þeirri þekkingu, þeim tækjum og því fjármagni sem þarf til þess að ná loftslagsmarkmiðunum. Tíminn til að grípa til raunverulegra aðgerða sé að renna út. „Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð mannkynsins og plánetunnar. Ákvarðanir og aðgerðir sem gripið verður til á þessum áratug hafa áhrif núna og næstu þúsundir ára,“ segja vísindamennirnir sem tóku skýrsluna saman. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem leiðarvísi um hvernig megi aftengja loftslagstímasprengju. „Mannkynið er á hálum ís og sá ís bráðnar hratt. Heimurinn okkar þarfnast loftslagsaðgerða á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu,“ sagði Guterres í tilefni af útgáfu skýrslunnar og vísaði í titil sigursælustu kvikmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar. #IPCC Synthesis Report is now available via the report microsite at https://t.co/sp4Sk0Xbxl#ClimateChange #AR6— IPCC (@IPCC_CH) March 20, 2023 Hættulegt að fara yfir mörkin Fari hlýnun mikið umfram 1,5 gráðu telja vísindamenn að loftslagsváin margfaldist. Hitabylgjur, hungursneyð og smitsjúkdómar felli milljónir manna og vendipunktum verði náð í útdauða dýrategunda, bráðnun landíss og hækkun sjávarstöðu. „Ein og hálf gráða er hættuleg, hættuleg mörk, sérstaklega fyrir byggð á litlum eyjum og í fjöllum sem reiðir sig á jökla,“ segir Aditi Mukherji, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Skýrsluhöfundar reiknuðu út að ef ætlunin væri að 1,5 gráðu markmiðið héldi þyrfti losun á gróðurhúsalofttegundum að vera orðin sextíu prósent minni árið 2035 en hún var árið 2019. Því var Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum í dag. Hann sagði að ríki heims yrðu að hætta að nota kol: iðnríki fyrir árið 2030 en þróunarríki áratug síðar. Þróunarríki yrðu að stefna á kolefnisfría raforkuframleiðslu fyrir árið 2035. Nýmarkaðshagkerfi eins og Kína og Indland yrðu að flýta aðgerðum sínum í að draga úr losun til jafns við iðnríkin. Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi árið 2060 en Indverjar 2070. „Öll lönd verða að vera hluti af lausninni. Að krefjast þess að aðrir grípi fyrst til aðgerða tryggir aðeins að mannkynið lendir í síðasta sæti,“ sagði framkvæmdastjórinn. Konur ýta hjólbörum við kolaorkuver við Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Framkvæmdastjóri SÞ segir að þróunarríiki verði að hætta notkun kola fyrir árið 2040.AP/Denis Farrell Hlýnunin gæti orðið þrefalt meiri en nú Eins og sakir standa eru ríki heims órafjarri því að ná yfirlýstum loftslagsmarkmiðum sínum. Skýrsluhöfundar áætla að ef þau spýta ekki strax í lófana gæti hlýnun jarðar náð 3,2 gráðum fyrir lok aldarinnar, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Við svo mikla hlýnun gæti barn sem er fætt í dag átt von á því að sjá yfirborð sjávar hækka um tugi sentímetra, hundruð dýrategunda deyja út og milljónir manna lenda á hrakhólum þar sem heimkyni þeirra verða ekki lengur lífvænleg. Óljóst er hvort að þessi nýjasta skýrsla hreyfi frekar við ríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum en fyrri pappírar. Meira en fjörutíu prósent af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum hefur átt sér stað eftir að Sameinuðu þjóðirnar birtu sína fyrstu skýrslu um hættur óheftrar hlýnunar jarðar árið 1990. Auðugust tíu prósent jarðarbúa losa nú þrefalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en fátækustu fimmtíu prósent þeirra. Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Niðurstaða sjöttu samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í dag er að líklegt sé að farið verði fram úr markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráðu hlýnun innan áratugs. Sennilegt er að hlýnunin verði orðin meiri þegar næsta stóra loftslagsskýrsla SÞ kemur út. Hlýnunin nemur nú þegar 1,1 gráðu frá upphafi iðnbyltingar og hefur mannkynið þannig valdið óafturkræfum grundvallarbreytingum á umhverfi jarðarinnar sem eru fordæmalausar. Aðgerðir ríkja heims endurspegla ekki alvarleika málsins þrátt fyrir að heimsbyggðin búi yfir allri þeirri þekkingu, þeim tækjum og því fjármagni sem þarf til þess að ná loftslagsmarkmiðunum. Tíminn til að grípa til raunverulegra aðgerða sé að renna út. „Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð mannkynsins og plánetunnar. Ákvarðanir og aðgerðir sem gripið verður til á þessum áratug hafa áhrif núna og næstu þúsundir ára,“ segja vísindamennirnir sem tóku skýrsluna saman. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem leiðarvísi um hvernig megi aftengja loftslagstímasprengju. „Mannkynið er á hálum ís og sá ís bráðnar hratt. Heimurinn okkar þarfnast loftslagsaðgerða á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu,“ sagði Guterres í tilefni af útgáfu skýrslunnar og vísaði í titil sigursælustu kvikmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar. #IPCC Synthesis Report is now available via the report microsite at https://t.co/sp4Sk0Xbxl#ClimateChange #AR6— IPCC (@IPCC_CH) March 20, 2023 Hættulegt að fara yfir mörkin Fari hlýnun mikið umfram 1,5 gráðu telja vísindamenn að loftslagsváin margfaldist. Hitabylgjur, hungursneyð og smitsjúkdómar felli milljónir manna og vendipunktum verði náð í útdauða dýrategunda, bráðnun landíss og hækkun sjávarstöðu. „Ein og hálf gráða er hættuleg, hættuleg mörk, sérstaklega fyrir byggð á litlum eyjum og í fjöllum sem reiðir sig á jökla,“ segir Aditi Mukherji, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Skýrsluhöfundar reiknuðu út að ef ætlunin væri að 1,5 gráðu markmiðið héldi þyrfti losun á gróðurhúsalofttegundum að vera orðin sextíu prósent minni árið 2035 en hún var árið 2019. Því var Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum í dag. Hann sagði að ríki heims yrðu að hætta að nota kol: iðnríki fyrir árið 2030 en þróunarríki áratug síðar. Þróunarríki yrðu að stefna á kolefnisfría raforkuframleiðslu fyrir árið 2035. Nýmarkaðshagkerfi eins og Kína og Indland yrðu að flýta aðgerðum sínum í að draga úr losun til jafns við iðnríkin. Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi árið 2060 en Indverjar 2070. „Öll lönd verða að vera hluti af lausninni. Að krefjast þess að aðrir grípi fyrst til aðgerða tryggir aðeins að mannkynið lendir í síðasta sæti,“ sagði framkvæmdastjórinn. Konur ýta hjólbörum við kolaorkuver við Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Framkvæmdastjóri SÞ segir að þróunarríiki verði að hætta notkun kola fyrir árið 2040.AP/Denis Farrell Hlýnunin gæti orðið þrefalt meiri en nú Eins og sakir standa eru ríki heims órafjarri því að ná yfirlýstum loftslagsmarkmiðum sínum. Skýrsluhöfundar áætla að ef þau spýta ekki strax í lófana gæti hlýnun jarðar náð 3,2 gráðum fyrir lok aldarinnar, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Við svo mikla hlýnun gæti barn sem er fætt í dag átt von á því að sjá yfirborð sjávar hækka um tugi sentímetra, hundruð dýrategunda deyja út og milljónir manna lenda á hrakhólum þar sem heimkyni þeirra verða ekki lengur lífvænleg. Óljóst er hvort að þessi nýjasta skýrsla hreyfi frekar við ríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum en fyrri pappírar. Meira en fjörutíu prósent af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum hefur átt sér stað eftir að Sameinuðu þjóðirnar birtu sína fyrstu skýrslu um hættur óheftrar hlýnunar jarðar árið 1990. Auðugust tíu prósent jarðarbúa losa nú þrefalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en fátækustu fimmtíu prósent þeirra.
Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira