Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 14:24 Konur vaða flóðvatn í Pakistan eftir gríðarlega vatnavexti þar síðasta haust. Mannkynið getur búið sig undir frekari loftslagshamfarir af þessu tagi og öðru þar sem fátt bendir til þess að ríkjum heims sé alvara með loftslagsmarkmiðum sínum. AP/Fareed Khan Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. Niðurstaða sjöttu samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í dag er að líklegt sé að farið verði fram úr markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráðu hlýnun innan áratugs. Sennilegt er að hlýnunin verði orðin meiri þegar næsta stóra loftslagsskýrsla SÞ kemur út. Hlýnunin nemur nú þegar 1,1 gráðu frá upphafi iðnbyltingar og hefur mannkynið þannig valdið óafturkræfum grundvallarbreytingum á umhverfi jarðarinnar sem eru fordæmalausar. Aðgerðir ríkja heims endurspegla ekki alvarleika málsins þrátt fyrir að heimsbyggðin búi yfir allri þeirri þekkingu, þeim tækjum og því fjármagni sem þarf til þess að ná loftslagsmarkmiðunum. Tíminn til að grípa til raunverulegra aðgerða sé að renna út. „Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð mannkynsins og plánetunnar. Ákvarðanir og aðgerðir sem gripið verður til á þessum áratug hafa áhrif núna og næstu þúsundir ára,“ segja vísindamennirnir sem tóku skýrsluna saman. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem leiðarvísi um hvernig megi aftengja loftslagstímasprengju. „Mannkynið er á hálum ís og sá ís bráðnar hratt. Heimurinn okkar þarfnast loftslagsaðgerða á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu,“ sagði Guterres í tilefni af útgáfu skýrslunnar og vísaði í titil sigursælustu kvikmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar. #IPCC Synthesis Report is now available via the report microsite at https://t.co/sp4Sk0Xbxl#ClimateChange #AR6— IPCC (@IPCC_CH) March 20, 2023 Hættulegt að fara yfir mörkin Fari hlýnun mikið umfram 1,5 gráðu telja vísindamenn að loftslagsváin margfaldist. Hitabylgjur, hungursneyð og smitsjúkdómar felli milljónir manna og vendipunktum verði náð í útdauða dýrategunda, bráðnun landíss og hækkun sjávarstöðu. „Ein og hálf gráða er hættuleg, hættuleg mörk, sérstaklega fyrir byggð á litlum eyjum og í fjöllum sem reiðir sig á jökla,“ segir Aditi Mukherji, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Skýrsluhöfundar reiknuðu út að ef ætlunin væri að 1,5 gráðu markmiðið héldi þyrfti losun á gróðurhúsalofttegundum að vera orðin sextíu prósent minni árið 2035 en hún var árið 2019. Því var Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum í dag. Hann sagði að ríki heims yrðu að hætta að nota kol: iðnríki fyrir árið 2030 en þróunarríki áratug síðar. Þróunarríki yrðu að stefna á kolefnisfría raforkuframleiðslu fyrir árið 2035. Nýmarkaðshagkerfi eins og Kína og Indland yrðu að flýta aðgerðum sínum í að draga úr losun til jafns við iðnríkin. Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi árið 2060 en Indverjar 2070. „Öll lönd verða að vera hluti af lausninni. Að krefjast þess að aðrir grípi fyrst til aðgerða tryggir aðeins að mannkynið lendir í síðasta sæti,“ sagði framkvæmdastjórinn. Konur ýta hjólbörum við kolaorkuver við Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Framkvæmdastjóri SÞ segir að þróunarríiki verði að hætta notkun kola fyrir árið 2040.AP/Denis Farrell Hlýnunin gæti orðið þrefalt meiri en nú Eins og sakir standa eru ríki heims órafjarri því að ná yfirlýstum loftslagsmarkmiðum sínum. Skýrsluhöfundar áætla að ef þau spýta ekki strax í lófana gæti hlýnun jarðar náð 3,2 gráðum fyrir lok aldarinnar, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Við svo mikla hlýnun gæti barn sem er fætt í dag átt von á því að sjá yfirborð sjávar hækka um tugi sentímetra, hundruð dýrategunda deyja út og milljónir manna lenda á hrakhólum þar sem heimkyni þeirra verða ekki lengur lífvænleg. Óljóst er hvort að þessi nýjasta skýrsla hreyfi frekar við ríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum en fyrri pappírar. Meira en fjörutíu prósent af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum hefur átt sér stað eftir að Sameinuðu þjóðirnar birtu sína fyrstu skýrslu um hættur óheftrar hlýnunar jarðar árið 1990. Auðugust tíu prósent jarðarbúa losa nú þrefalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en fátækustu fimmtíu prósent þeirra. Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Niðurstaða sjöttu samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar (IPCC) sem birt var í dag er að líklegt sé að farið verði fram úr markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráðu hlýnun innan áratugs. Sennilegt er að hlýnunin verði orðin meiri þegar næsta stóra loftslagsskýrsla SÞ kemur út. Hlýnunin nemur nú þegar 1,1 gráðu frá upphafi iðnbyltingar og hefur mannkynið þannig valdið óafturkræfum grundvallarbreytingum á umhverfi jarðarinnar sem eru fordæmalausar. Aðgerðir ríkja heims endurspegla ekki alvarleika málsins þrátt fyrir að heimsbyggðin búi yfir allri þeirri þekkingu, þeim tækjum og því fjármagni sem þarf til þess að ná loftslagsmarkmiðunum. Tíminn til að grípa til raunverulegra aðgerða sé að renna út. „Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð mannkynsins og plánetunnar. Ákvarðanir og aðgerðir sem gripið verður til á þessum áratug hafa áhrif núna og næstu þúsundir ára,“ segja vísindamennirnir sem tóku skýrsluna saman. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem leiðarvísi um hvernig megi aftengja loftslagstímasprengju. „Mannkynið er á hálum ís og sá ís bráðnar hratt. Heimurinn okkar þarfnast loftslagsaðgerða á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu,“ sagði Guterres í tilefni af útgáfu skýrslunnar og vísaði í titil sigursælustu kvikmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar. #IPCC Synthesis Report is now available via the report microsite at https://t.co/sp4Sk0Xbxl#ClimateChange #AR6— IPCC (@IPCC_CH) March 20, 2023 Hættulegt að fara yfir mörkin Fari hlýnun mikið umfram 1,5 gráðu telja vísindamenn að loftslagsváin margfaldist. Hitabylgjur, hungursneyð og smitsjúkdómar felli milljónir manna og vendipunktum verði náð í útdauða dýrategunda, bráðnun landíss og hækkun sjávarstöðu. „Ein og hálf gráða er hættuleg, hættuleg mörk, sérstaklega fyrir byggð á litlum eyjum og í fjöllum sem reiðir sig á jökla,“ segir Aditi Mukherji, einn höfunda skýrslunnar, við AP-fréttastofuna. Skýrsluhöfundar reiknuðu út að ef ætlunin væri að 1,5 gráðu markmiðið héldi þyrfti losun á gróðurhúsalofttegundum að vera orðin sextíu prósent minni árið 2035 en hún var árið 2019. Því var Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum í dag. Hann sagði að ríki heims yrðu að hætta að nota kol: iðnríki fyrir árið 2030 en þróunarríki áratug síðar. Þróunarríki yrðu að stefna á kolefnisfría raforkuframleiðslu fyrir árið 2035. Nýmarkaðshagkerfi eins og Kína og Indland yrðu að flýta aðgerðum sínum í að draga úr losun til jafns við iðnríkin. Kínverjar stefna á kolefnishlutleysi árið 2060 en Indverjar 2070. „Öll lönd verða að vera hluti af lausninni. Að krefjast þess að aðrir grípi fyrst til aðgerða tryggir aðeins að mannkynið lendir í síðasta sæti,“ sagði framkvæmdastjórinn. Konur ýta hjólbörum við kolaorkuver við Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Framkvæmdastjóri SÞ segir að þróunarríiki verði að hætta notkun kola fyrir árið 2040.AP/Denis Farrell Hlýnunin gæti orðið þrefalt meiri en nú Eins og sakir standa eru ríki heims órafjarri því að ná yfirlýstum loftslagsmarkmiðum sínum. Skýrsluhöfundar áætla að ef þau spýta ekki strax í lófana gæti hlýnun jarðar náð 3,2 gráðum fyrir lok aldarinnar, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Við svo mikla hlýnun gæti barn sem er fætt í dag átt von á því að sjá yfirborð sjávar hækka um tugi sentímetra, hundruð dýrategunda deyja út og milljónir manna lenda á hrakhólum þar sem heimkyni þeirra verða ekki lengur lífvænleg. Óljóst er hvort að þessi nýjasta skýrsla hreyfi frekar við ríkjum, fyrirtækjum og einstaklingum en fyrri pappírar. Meira en fjörutíu prósent af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum hefur átt sér stað eftir að Sameinuðu þjóðirnar birtu sína fyrstu skýrslu um hættur óheftrar hlýnunar jarðar árið 1990. Auðugust tíu prósent jarðarbúa losa nú þrefalt meira magn gróðurhúsalofttegunda en fátækustu fimmtíu prósent þeirra.
Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“