Að minnsta kosti fimm börn getin með stolnu sæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 13:15 Að minnsta kosti fimm af þeim 50 börnum sem læknirinn átti þátt í að koma í heiminn voru getin með stolnu sæði. Getty Læknir á sjúkrahúsinu í Halmstad í Svíþjóð tók sæði frá mönnum sem höfðu skilað inn sýnum vegna frjósemisrannsókna og notaði til að gera konur þeim ókunnugar þungaðar. Frá þessu var greint í Uppdrag granskning fyrir helgi. Að því er fram kemur í þættinum „Sæðisstuldurinn“ urðu að minnsta kosti fimm menn þannig feður án þess að veita samþykki fyrir notkun sæðisins. Einn þeirra, Bengt, segir málið sláandi. „Hvað er að gerast með líf mitt? Ég er faðir barns sem fæddist átta mánuðum á undan dóttur minni,“ segir hann um uppljóstrunina. Bengt og eiginkona hans voru meðal þeirra sem leituðu til læknisins á árunum 1985 til 1996 vegna ófrjósemis. Uppdrag granskning greindi fyrst frá málinu í haust og sagði þá sögu Emelie Persson, sem fann líffræðilegan föður sinn með aðstoð erfðaefnis-ættfræðings. Faðirinn, Zdravko Paic, hafði ekki frekar en Bengt nokkurn tímann veitt leyfi fyrir því að sæði hans yrði notað til að geta barn ókunnugrar konu. Í nýja þættinum er fjallað um Rebecku Kristoffersson, líffræðilega dóttur Bengt, og systkini hennar, Alexöndru Pihl og Tobias Andersson. Öll voru getin með sæði sem var stolið af mönnum sem höfðu gefið sýni vegna sæðisrannsókna. Læknirinn er látinn en er talinn hafa aðstoðað við um 50 þunganir. Í öllum þeim tilvikum sem blaðamennirnir rannsökuðu fengu börnin sem komu undir engar eða rangar upplýsingar frá sjúkrahúsinu. Bengt spyr nú að því hver sé ábyrgur. „Þú getur ekki gert fólki þetta.“ Umfjöllun SVT. Svíþjóð Heilbrigðismál Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Að því er fram kemur í þættinum „Sæðisstuldurinn“ urðu að minnsta kosti fimm menn þannig feður án þess að veita samþykki fyrir notkun sæðisins. Einn þeirra, Bengt, segir málið sláandi. „Hvað er að gerast með líf mitt? Ég er faðir barns sem fæddist átta mánuðum á undan dóttur minni,“ segir hann um uppljóstrunina. Bengt og eiginkona hans voru meðal þeirra sem leituðu til læknisins á árunum 1985 til 1996 vegna ófrjósemis. Uppdrag granskning greindi fyrst frá málinu í haust og sagði þá sögu Emelie Persson, sem fann líffræðilegan föður sinn með aðstoð erfðaefnis-ættfræðings. Faðirinn, Zdravko Paic, hafði ekki frekar en Bengt nokkurn tímann veitt leyfi fyrir því að sæði hans yrði notað til að geta barn ókunnugrar konu. Í nýja þættinum er fjallað um Rebecku Kristoffersson, líffræðilega dóttur Bengt, og systkini hennar, Alexöndru Pihl og Tobias Andersson. Öll voru getin með sæði sem var stolið af mönnum sem höfðu gefið sýni vegna sæðisrannsókna. Læknirinn er látinn en er talinn hafa aðstoðað við um 50 þunganir. Í öllum þeim tilvikum sem blaðamennirnir rannsökuðu fengu börnin sem komu undir engar eða rangar upplýsingar frá sjúkrahúsinu. Bengt spyr nú að því hver sé ábyrgur. „Þú getur ekki gert fólki þetta.“ Umfjöllun SVT.
Svíþjóð Heilbrigðismál Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira