Sjúkraliðar – eftirsóttir til vinnu, líka utan heilbrigðisþjónustunnar Sandra B. Franks skrifar 7. mars 2023 10:30 Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun