Sjúkraliðar – eftirsóttir til vinnu, líka utan heilbrigðisþjónustunnar Sandra B. Franks skrifar 7. mars 2023 10:30 Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi vor munu sjúkraliðar útskrifast af háskólastigi í fyrsta skipið. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt fyrir sjúkraliða heldur skiptir þetta einnig miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið allt. Það er æ meiri og ríkari krafa um endurmenntun og símenntun innan heilbrigðisþjónustunnar og hafa sjúkraliðar sýnt það í verki að þeir eru tilbúnir í slíkt. Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við Háskólann á Akureyri sem er mikilvæg leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á að efla klíníska færni og þekkingu í samskiptum sem meðferðartæki, sem og þátttöku í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar fór af stað 2021 og er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig er boðið upp á samfélagsgeðhjúkrun en eftirspurn eftir slíkri heilbrigðisþjónustu mun eingöngu aukast þegar fram líða stundir. Jákvæðu ráðherrarnir: Áslaug og Willum Í síðustu viku átti Sjúkraliðafélag Íslands fund með háskólaráðherra til að ræða sérstaklega um þennan nýja hóp sjúkraliða sem komin á háskólastig. Við nefndum við ráðherrann hugmyndir okkar um mögulegt samstarf Háskólans á Akureyri við Háskóla Íslands. Áslaug, með lausnamiðuðu viðmóti sínu tók jákvætt í hugmyndina, og benti á að slíkt þyrfti vissulega að gerast á forsendum skólanna. Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands munu því í þessari viku funda með rektor Háskóla Íslands til að ræða m.a. þessa hugmynd. Við ræddum einnig við ráðherrann um mögulegar leiðir til að bæta hjúkrunarþjónustu og hagkvæmni þess að bjóða upp raunfærnimat sem námsleið fyrir þá sjúkraliða sem vilja halda áfram í námi innan hjúkrunarfræðinnar. Sem fyrr tók ráðherra vel undir tillöguna og virtist jákvæð gagnvart slíkri námsleið. Raunfærnimat er í reynd leið til að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast á vinnumarkaði og/eða í fyrra námi sínu. Matið getur þannig mögulega stytt formlegt nám, sparað hinu opinbera fjármuni og verið hvatning fyrir sjúkraliða til að sækja sér enn frekari menntun á skyldu sviði. Við ræddum einnig þessi mál við heilbrigðisráðherrann í síðustu viku sem ætíð hefur sýnt stöðu sjúkraliða mikinn skilning. Aukin tækifæri til menntunar fyrir sjúkraliða helst einnig í hendur við einn stærsta aðkallandi vanda vestrænna þjóða, sem er skortur á heilbrigðisstarfsfólki. Willum tók undir áherslur félagsins um mikilvægi þess að stjórnendur heilbrigðisstofnana finni þessum sjúkraliðum stað í kerfinu, enda verða þeir mikilvæg viðbót við hjúkrunarþjónustu í landinu sem kemur til með að létta undir með öðru heilbrigðisstarfsfólki og þá einkum hjúkrunarfræðingum. Nú er býnt að bregðast við Sjúkraliðar eru næstfjölmennsta heilbrigðisstétt landsins en allt að 40% þeirra er að detta á lífeyrisaldurinn næstu 15 árin. Þessu til viðbótar fer núna um helmingur nýútskrifaðra sjúkraliða að starfa við annað en fagið og meira en helmingur sjúkraliða hafa í hugsað af alvöru að hætta í starfi síðustu 12 mánuði. Ofan í þessa þróun mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast næstu 25 árin og því er ljóst að nú er tíminn til að bregðast við með fleiri tækifærum fyrir menntaða sjúkraliða og almennri fjölgun hjá heilbrigðisstéttum. Boltinn er hjá ráðherrunum Það er mikilvægt að finna stuðning og skilning ráðafólks á stöðu sjúkraliða. Það var þessi ríkisstjórn sem setti á fót þetta nýja háskólanám fyrir sjúkraliða og því er það fullkomlega eðlilegt að þessi sama ríkisstjórn fylgi stefnu sinni vel eftir. Í því ljósi er það frekar furðulegt að Sjúkraliðafélags Íslands standi iðulega í stappi við forsvarsfólk heilbrigðisstofnana þegar kemur að því að gera ráð fyrir þessum nýju menntuðu sjúkraliðum innan stofnana. Þá sætir það einnig furðu hversu erfitt það reynist hjá heilbrigðisstofnunum að taka tillit til aukinnar menntunar sjúkraliða í stofnanasamningum. Ríkisstjórnin og stjórnvöld hafa sýnt að vilji þeirra sé að efla sjúkraliðastéttina, m.a. með auknum tækifærum til viðbótar- og símenntunar. En betur má ef duga skal, því sjúkraliðar eru mjög eftirsóttir til vinnu, einnig utan heilbrigðisþjónustunnar. Þeir hverfa einfaldlega í önnur störf og leita á önnur mið ef ekki er gert ráð fyrir að menntun þeirra sé metin að verðleikum, og til launa. Það þarf að gera ráð fyrir að sjúkraliðar sem lokið hafa fagnámi til diplómaprófs sé sérstaklega ávarpað í stofnanasamningum. Nú mega stjórnvöld ekki missa boltann, heldur þurfa þau að eiga samtalið við sínar undirstofnanir til að tryggja stefna þeirra sé virt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar