VR eða VG? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 5. mars 2023 16:01 Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars. Sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna get ég fullyrt að fáir eða engir hafa barist jafn vel fyrir réttindum venjulegra launþega á húsnæðismarkaði og Ragnar Þór Ingólfsson. Einnig má nefna þá skelfingu eftir hrunið, þegar flokkshollir verkalýðsforingjar fórnuðu heimilunum á altari flokkshollustu sinnar og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms afhenti bönkunum heimilin á silfurfati. Það olli hræðilegum skaða og er beinlínis hættulegt að bjóða upp á sú saga geti endurtekið sig. Enn hefur ekki verið undið ofan af þeim hörmungum öllum og gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að verkalýðshreyfingin sé sá skjöldur fyrir fólkið sem hún á að vera, ekki síst þegar jafn miklar blikur eru á lofti og nú. Það gerist ekki þegar hollusta þeirra sveiflast á milli fólksins sem það á að vinna fyrir og ríkisstjórnar sem vinnur gegn því. Það dylst engum þvílíku grettistaki Ragnar Þór hefur lyft og hvernig hann, ásamt nokkrum öðrum, hefur breytt verkalýðshreyfingunni úr því að vera „þæg og meðfærileg“ í afl sem ekki er hægt að hunsa. Það sem ég þó veit Á undanförnum árum hef ég verið í töluverðum samskiptum við Ragnar Þór Ingólfsson. Eitt af því sem við ræðum mikið er staða húsnæðismála. Ég hef þannig fylgst með frá hliðarlínunum hvernig hann vann að stofnun Bjargs, ásamt stjórn VR, og hvernig það gekk allt vel í góðu samstarfi hlutaðeigandi aðila. En síðan hófst vinnan við Blæ. Nú er það ekki þannig að Ragnar hafi rætt eitt eða neitt í smáatriðum, en ég varð vör við sífellt meiri vonbrigði hjá honum vegna þess að hann komst ekkert áfram með þetta innan ASÍ. Fyrst sagðist hann ekki skilja hvað væri að tefja málin en þegar leið á sannfærðist hann um að þáverandi forseti ASÍ væri leynt og ljóst að vinna gegn Blæ leigufélagi. Hann, ásamt sínu fólki, var búin að útvega lóðir og fjármagn, en allt sat fast inn í ASÍ. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið sem ég hringdi því þá var hann nýkomin af átakafundi vegna Blæs og var ekki enn búin að jafna sig þegar ég náði í hann. Hann var algjörlega miður sín yfir átökunum og þeim tíma sem var að tapast fyrir þá sem á þurftu að halda. Ég fann þá hversu hart hann hafði þurft að berjast og hversu mikið hann tók það inn á sig að geta ekki hnikað málum áfram. Auðvitað er ljóst að ég sat ekki þessa fundi og veit ekki allt sem þar fór fram, en þrátt fyrir það eru nokkrir hlutir sem ég veit. Sumt af því er opinber vitneskja en annað byggir á nokkurra ára kynnum mínum af Ragnari Þór, samstarfi mínu við hann og hugsjóninni sem við bæði deilum, en þar eru húsnæðismál í víðum skilningi efst á baugi. #1: Ragnar Þór er hugsjónamaður sem engin getur keypt eða leitt af leið #2: Ragnar Þór er skipulagður og hefur yfirburðaþekkingu í t.d. þessum málaflokki. Það kemur ekki til greina að hann sé ekki með tilbúin “gögn” fyrir ASÍ eða hafi verið á einhvern hátt „óskýr“ í sínum málflutningi. #3: Um leið og Stjórn VR fór að íhuga stöðu sína innan ASÍ vegna málsins fór Blær loksins á flug og er að hefja fyrstu framkvæmdir. Skoðum hvar þræðirnir liggja Fram að því að Ragnar Þór varð formaður VR hafði pólitíkin haft mikil ítök innan verkalýðshreyfingarinnar. Ein af fáum undantekningum frá því var Vilhjálmur Birgisson, enda var hann sá eini sem eitthvað heyrðist í af viti. Það var mikil blóðtaka fyrir pólitíkina að missa VR úr höndum sínum og við skulum ekki ímynda okkur að hún sé ekki að reyna að ná áhrifum sínum á ný, því sjálfstæðir verkalýðsleiðtogar með sannfæringu sem ekkert fær haggað, eru erfiðir fyrir pólitík og atvinnurekendur en góðir fyrir launafólk. Mótframbjóðandi Ragnars Þórs, Elva Hrönn, vildi ekki gefa upp hvaðan hún hefði upplýsingar sínar, um að Ragnar Þór hefði ekki lagt fram viðeigandi gögn, en án þess að þekkja meira til en opinberar upplýsingar gefa til kynna, blasir við að þrír stórir leikendur tengjast í gegnum VG: Drífa Snædal fv. forseti ASÍ var framkvæmdastjóri VG frá 2006 – 2010. Halla Gunnarsdóttir, sem er í framboði til stjórnar VR, var aðstoðarmaður ráðherra VG 2009 – 2013 (á meðan heimilunum var fórnað), ráðgjafi Katrínar Jakobsdóttur 2018 – 2020 þegar hún var svo ráðin af Drífu Snædal, án auglýsingar, sem framkvæmdarstjóri ASÍ, og kom þangað beint úr forsætisráðuneytinu. Um Elvu Hrönn segir í grein á Vísi þegar hún sóttist eftir 2. sæti í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum: „Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins.“ Elva sagði sig úr stjórn VG daginn sem hún tilkynnti formannsframboð í VR. Í þessari sömu grein segir hún enn fremur: „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar.“ Eins og fyrr segir sat Elva Hrönn í stjórn VG fram til 3. febrúar, sama dag og hún tilkynnti framboð sitt til formanns VR. Í meðfylgjandi skjáskoti úr fréttabréfi VG, má sjá að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Elvu persónulega fyrir samstarfið. Já þeir liggja víða þræðirnir ef að er gáð. Ferill VG í húsnæðismálum er blóði drifinn, svo ekki sé tekið sterkar til orða og við vitum öll hvernig „félagslegt réttlæti“ VG er í raun. Hrikaleg staða í heilbrigðiskerfinu og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það yrði stórslys ef Elva Hrönn og Halla Gunnarsdóttir, kæmust til áhrifa innan VR því eftir sögunni að dæma er óhætt að fullyrða að ekkert gott muni koma frá aukinni aðkomu þeirra að húsnæðismálum eða verkalýðsbaráttu. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Ég get hreinlega ekki orða bundist eftir rangfærslur og aðdróttanir Elvu Hrannar Hjartardóttur, sem er í framboði til formanns VR, í Silfri Egils sunnudaginn 5. mars. Sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna get ég fullyrt að fáir eða engir hafa barist jafn vel fyrir réttindum venjulegra launþega á húsnæðismarkaði og Ragnar Þór Ingólfsson. Einnig má nefna þá skelfingu eftir hrunið, þegar flokkshollir verkalýðsforingjar fórnuðu heimilunum á altari flokkshollustu sinnar og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms afhenti bönkunum heimilin á silfurfati. Það olli hræðilegum skaða og er beinlínis hættulegt að bjóða upp á sú saga geti endurtekið sig. Enn hefur ekki verið undið ofan af þeim hörmungum öllum og gríðarlega mikilvægt fyrir alla þjóðina að verkalýðshreyfingin sé sá skjöldur fyrir fólkið sem hún á að vera, ekki síst þegar jafn miklar blikur eru á lofti og nú. Það gerist ekki þegar hollusta þeirra sveiflast á milli fólksins sem það á að vinna fyrir og ríkisstjórnar sem vinnur gegn því. Það dylst engum þvílíku grettistaki Ragnar Þór hefur lyft og hvernig hann, ásamt nokkrum öðrum, hefur breytt verkalýðshreyfingunni úr því að vera „þæg og meðfærileg“ í afl sem ekki er hægt að hunsa. Það sem ég þó veit Á undanförnum árum hef ég verið í töluverðum samskiptum við Ragnar Þór Ingólfsson. Eitt af því sem við ræðum mikið er staða húsnæðismála. Ég hef þannig fylgst með frá hliðarlínunum hvernig hann vann að stofnun Bjargs, ásamt stjórn VR, og hvernig það gekk allt vel í góðu samstarfi hlutaðeigandi aðila. En síðan hófst vinnan við Blæ. Nú er það ekki þannig að Ragnar hafi rætt eitt eða neitt í smáatriðum, en ég varð vör við sífellt meiri vonbrigði hjá honum vegna þess að hann komst ekkert áfram með þetta innan ASÍ. Fyrst sagðist hann ekki skilja hvað væri að tefja málin en þegar leið á sannfærðist hann um að þáverandi forseti ASÍ væri leynt og ljóst að vinna gegn Blæ leigufélagi. Hann, ásamt sínu fólki, var búin að útvega lóðir og fjármagn, en allt sat fast inn í ASÍ. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið sem ég hringdi því þá var hann nýkomin af átakafundi vegna Blæs og var ekki enn búin að jafna sig þegar ég náði í hann. Hann var algjörlega miður sín yfir átökunum og þeim tíma sem var að tapast fyrir þá sem á þurftu að halda. Ég fann þá hversu hart hann hafði þurft að berjast og hversu mikið hann tók það inn á sig að geta ekki hnikað málum áfram. Auðvitað er ljóst að ég sat ekki þessa fundi og veit ekki allt sem þar fór fram, en þrátt fyrir það eru nokkrir hlutir sem ég veit. Sumt af því er opinber vitneskja en annað byggir á nokkurra ára kynnum mínum af Ragnari Þór, samstarfi mínu við hann og hugsjóninni sem við bæði deilum, en þar eru húsnæðismál í víðum skilningi efst á baugi. #1: Ragnar Þór er hugsjónamaður sem engin getur keypt eða leitt af leið #2: Ragnar Þór er skipulagður og hefur yfirburðaþekkingu í t.d. þessum málaflokki. Það kemur ekki til greina að hann sé ekki með tilbúin “gögn” fyrir ASÍ eða hafi verið á einhvern hátt „óskýr“ í sínum málflutningi. #3: Um leið og Stjórn VR fór að íhuga stöðu sína innan ASÍ vegna málsins fór Blær loksins á flug og er að hefja fyrstu framkvæmdir. Skoðum hvar þræðirnir liggja Fram að því að Ragnar Þór varð formaður VR hafði pólitíkin haft mikil ítök innan verkalýðshreyfingarinnar. Ein af fáum undantekningum frá því var Vilhjálmur Birgisson, enda var hann sá eini sem eitthvað heyrðist í af viti. Það var mikil blóðtaka fyrir pólitíkina að missa VR úr höndum sínum og við skulum ekki ímynda okkur að hún sé ekki að reyna að ná áhrifum sínum á ný, því sjálfstæðir verkalýðsleiðtogar með sannfæringu sem ekkert fær haggað, eru erfiðir fyrir pólitík og atvinnurekendur en góðir fyrir launafólk. Mótframbjóðandi Ragnars Þórs, Elva Hrönn, vildi ekki gefa upp hvaðan hún hefði upplýsingar sínar, um að Ragnar Þór hefði ekki lagt fram viðeigandi gögn, en án þess að þekkja meira til en opinberar upplýsingar gefa til kynna, blasir við að þrír stórir leikendur tengjast í gegnum VG: Drífa Snædal fv. forseti ASÍ var framkvæmdastjóri VG frá 2006 – 2010. Halla Gunnarsdóttir, sem er í framboði til stjórnar VR, var aðstoðarmaður ráðherra VG 2009 – 2013 (á meðan heimilunum var fórnað), ráðgjafi Katrínar Jakobsdóttur 2018 – 2020 þegar hún var svo ráðin af Drífu Snædal, án auglýsingar, sem framkvæmdarstjóri ASÍ, og kom þangað beint úr forsætisráðuneytinu. Um Elvu Hrönn segir í grein á Vísi þegar hún sóttist eftir 2. sæti í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum: „Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins.“ Elva sagði sig úr stjórn VG daginn sem hún tilkynnti formannsframboð í VR. Í þessari sömu grein segir hún enn fremur: „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar.“ Eins og fyrr segir sat Elva Hrönn í stjórn VG fram til 3. febrúar, sama dag og hún tilkynnti framboð sitt til formanns VR. Í meðfylgjandi skjáskoti úr fréttabréfi VG, má sjá að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þakkaði Elvu persónulega fyrir samstarfið. Já þeir liggja víða þræðirnir ef að er gáð. Ferill VG í húsnæðismálum er blóði drifinn, svo ekki sé tekið sterkar til orða og við vitum öll hvernig „félagslegt réttlæti“ VG er í raun. Hrikaleg staða í heilbrigðiskerfinu og botnlaust dekur við sérhagsmunaöflin. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það yrði stórslys ef Elva Hrönn og Halla Gunnarsdóttir, kæmust til áhrifa innan VR því eftir sögunni að dæma er óhætt að fullyrða að ekkert gott muni koma frá aukinni aðkomu þeirra að húsnæðismálum eða verkalýðsbaráttu. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun