Í hverju liggur mesta óréttlæti á Íslandi? Sandra B. Franks skrifar 1. mars 2023 08:30 Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er hægt að svara með ýmsum hætti. Eitt svarið er sú staðreynd að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en karlastörf, og um árabil hefur þetta verið rannsakað og rætt. Er þá ýmist bent á leiðréttan launamun eða óleiðréttan launamun, og svo þennan kynbundna launamun. Í þessu sambandi er rétt að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi eins mikil og hér á landi. Og kynbundinn launamunur ræðst af því að á íslenskum vinnumarkaði eru starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar körlum og svo eru aðrar starfstéttir sem að mestum hluta eru skipaðar konum, þ.e. hinn kynskpti vinnumarkaður. Nýverið var haldin ráðstefna um samstarf sveitarfélaga um launajafnrétti. Á ráðstefnunni kom fram að kynbundinn launamunur á Íslandi er um 10%. Í því sambandi var bent á dæmi sem sýnir að kona með 650.000 kr. í laun á mánuði verður af tæplegri milljón á ári, sem telst vera um 45 milljónir á starfsævinni. Til viðbótar við það verða lífeyrisgreiðslur hennar lægri en ella. Ef við myndum stækka þennan hóp í 2.000 konur, sem er u.þ.b. sami fjöldi og starfandi kvenkyns sjúkraliðar á Íslandi, kemur í ljós að þessi hópur er snuðaður um tæpa 2 milljarða á ári. Aðgerðir skipta máli Á þessari umræddu ráðstefnu kom einnig fram að launamunur karla og kvenna er töluvert minni meðal þeirra sem starfa hjá sveitarfélögum en meðal þeirra sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Það er m.a. vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á þessum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki bara beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Það þarf að fara út úr núverandi kerfi og innleiða nýtt virðismatskerfi, sem t.d. byggir á hugmyndafræð starfsmats. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus upp á að stjórnvöld snuði heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um milljarða bara fyrir það eitt að vera ekki með utanáliggjandi þvagrás. Gerum kvenna-kjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfalslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun