Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 12:18 Neyðarskýlin í Reykjavík fyrir heimilislausa eru jafnan yfirfull og sérfræðingur í skaðaminnkun segir brýna þörf á fleiri langtímabúsetuúrræðum eigi fólk ekki að festast þar. Vísir/Arnar Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala. Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala.
Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira