598 Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 27. febrúar 2023 16:00 Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun