598 Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 27. febrúar 2023 16:00 Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skoðun Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun