Grafalvarlegt mál að bíðtíminn skuli vera þrjú ár Védís Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:00 Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun