Grafalvarlegt mál að bíðtíminn skuli vera þrjú ár Védís Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:00 Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar