Inngróin spilling! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 17. febrúar 2023 11:01 Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Seðlabankinn er hollur þjónn sömu spillingar og má þar nefna leyndarhyggjuna í kringum fjárfestingaleið Seðlabankans eftir hrun og Lindarhvols málið þar sem útilokað virðist vera að fá upplýsingar um hverjir fengu afslátt af krónum og hvaðan peningarnir komu og hverjir fengu eignir Lindarhvols (Ríkiseignir) á hrakvirði. Svo ekki sé minnst á þá gríðarlegu tilfærslu sem er frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna með miklum stýrivaxtahækkunum. Tilfærslur sem eiga sér engin fordæmi í samanburðarlöndum. Ríkisstjórnin er líklega hollasti þjónninn af þeim öllum. Árum saman hefur fjarað undan heilbrigðiskerfinu! Árum saman hefur húsnæðismarkaðurinn verið í molum og leigumarkaðurinn vígvöllur vel vopnum búnum fjárfestum gegn berskjölduðu fólki! Í eftirmálum hruns húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjunum, sem hratt af stað fjármálahruninu 2008, voru lobbíistar auðvaldsins fljótir að finna sökudólga. Fátæka fólkið, innflytjendur og kennara (tilvitnun úr The Big Short). Á Íslandi voru það flatskjáir. Áfram halda fyrirtækin og fjármagnseigendur að græða og auka arðsemiskröfu á meðan kaupmáttur vinnandi fólks er í frjálsu falli. Ofurlaun forstjóra, bónusar og kaupréttir þykja sjálfsagðir á meðan Tenerife ferðir og kjarasamningar eru sagðar helsta ógnin við stöðugleika og velferð? Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Seðlabankinn er hollur þjónn sömu spillingar og má þar nefna leyndarhyggjuna í kringum fjárfestingaleið Seðlabankans eftir hrun og Lindarhvols málið þar sem útilokað virðist vera að fá upplýsingar um hverjir fengu afslátt af krónum og hvaðan peningarnir komu og hverjir fengu eignir Lindarhvols (Ríkiseignir) á hrakvirði. Svo ekki sé minnst á þá gríðarlegu tilfærslu sem er frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna með miklum stýrivaxtahækkunum. Tilfærslur sem eiga sér engin fordæmi í samanburðarlöndum. Ríkisstjórnin er líklega hollasti þjónninn af þeim öllum. Árum saman hefur fjarað undan heilbrigðiskerfinu! Árum saman hefur húsnæðismarkaðurinn verið í molum og leigumarkaðurinn vígvöllur vel vopnum búnum fjárfestum gegn berskjölduðu fólki! Í eftirmálum hruns húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjunum, sem hratt af stað fjármálahruninu 2008, voru lobbíistar auðvaldsins fljótir að finna sökudólga. Fátæka fólkið, innflytjendur og kennara (tilvitnun úr The Big Short). Á Íslandi voru það flatskjáir. Áfram halda fyrirtækin og fjármagnseigendur að græða og auka arðsemiskröfu á meðan kaupmáttur vinnandi fólks er í frjálsu falli. Ofurlaun forstjóra, bónusar og kaupréttir þykja sjálfsagðir á meðan Tenerife ferðir og kjarasamningar eru sagðar helsta ógnin við stöðugleika og velferð? Höfundur er formaður VR.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar