Vindorkuver heyra undir rammaáætlun - sem betur fer! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 11:31 Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun