Um lögmæti búvörusamninga Erna Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Búvörusamningar Landbúnaður Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun