Alvarlegar athugasemdir við hækkun æfingagjalda í Reykjavík Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 15:01 Skúli Helgason er formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hækkanir einstaka íþróttafélaga í Reykjavík á æfingagjöldum. Ráðið óskar eftir því að félögin endurskoði hækkanir sínar. Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira