Uppfært: Atsu enn ófundinn Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 07:32 Christian Atsu varð fyrir barðinu á jarðskjálftanum mannskæða í Tyrklandi. Getty Ekki hefur tekist að bjarga ganverska fótboltamanninum Christian Atsu úr rústum byggingar eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi í fyrrinótt. Uppfært: Umboðsmaður Atsu hefur nú staðfest að Atsu sé ófundinn og Mustafa Özat, talsmaður Hatayspor, viðurkennt að hafa verið með rangar upplýsingar þegar hann ræddi við fjölmiðla og sagði að Atsu hefði fundist á lífi. Atsu, sem er fyrrverandi leikmaður Chelsea og Newcastle, hafði skorað dramatískt sigurmark Hatayspor gegn Kasimpasa í fyrrakvöld. Um nóttina grófst hann undir húsarústum vegna jarðskjálfta upp á 7,8 en Hatay-héraðið varð einna verst úti vegna skjálftans. Eftir misvísandi fréttir í gærkvöld staðfesti Mustafa Özat, talsmaður Hatayspor, í morgun að Atsu hefði nú fundist á lífi. Hann hefði verið fluttur á sjúkrahús þar sem gert er að sárum hans. Nú er orðið ljóst að þessar fullyrðingar Özat voru rangar. Özat sagði að hins vegar væri því miður enn verið að leita að Taner Savut, íþróttastjóra Hatayspor, í rústunum. Tala látinna af völdum skjálftans, sem átti upptök sín nærri Gaziantep í Tyrklandi, heldur áfram að hækka en þegar þetta er skrifað hafa yfir 4.300 manns látist í Tyrklandi og Sýrlandi vegna hans. Að minnsta kosti 13.740 manns vinna nú að því að finna fólk og bjarga því á þeim svæðum þar sem jarðskjálftinn olli tjóni, samkvæmt hamfara- og neyðarstofnun Tyrklands. nönü Bulvar Ekinci Mahallesi No: 62 Rönesans Rezidans Çok say da insan n sesinin geldi i, Hentbol oyuncusu Cemal Kütahyal , Hatayspor Sportif Direktörü Taner Savut ve futbolcu Cristian Atsu'nun da oldu u sitede ekipler otoparka girmeye çal yor. pic.twitter.com/rymcNGlxan— Ajansspor (@ajansspor) February 6, 2023 Tyrkneski boltinn Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Sjá meira
Uppfært: Umboðsmaður Atsu hefur nú staðfest að Atsu sé ófundinn og Mustafa Özat, talsmaður Hatayspor, viðurkennt að hafa verið með rangar upplýsingar þegar hann ræddi við fjölmiðla og sagði að Atsu hefði fundist á lífi. Atsu, sem er fyrrverandi leikmaður Chelsea og Newcastle, hafði skorað dramatískt sigurmark Hatayspor gegn Kasimpasa í fyrrakvöld. Um nóttina grófst hann undir húsarústum vegna jarðskjálfta upp á 7,8 en Hatay-héraðið varð einna verst úti vegna skjálftans. Eftir misvísandi fréttir í gærkvöld staðfesti Mustafa Özat, talsmaður Hatayspor, í morgun að Atsu hefði nú fundist á lífi. Hann hefði verið fluttur á sjúkrahús þar sem gert er að sárum hans. Nú er orðið ljóst að þessar fullyrðingar Özat voru rangar. Özat sagði að hins vegar væri því miður enn verið að leita að Taner Savut, íþróttastjóra Hatayspor, í rústunum. Tala látinna af völdum skjálftans, sem átti upptök sín nærri Gaziantep í Tyrklandi, heldur áfram að hækka en þegar þetta er skrifað hafa yfir 4.300 manns látist í Tyrklandi og Sýrlandi vegna hans. Að minnsta kosti 13.740 manns vinna nú að því að finna fólk og bjarga því á þeim svæðum þar sem jarðskjálftinn olli tjóni, samkvæmt hamfara- og neyðarstofnun Tyrklands. nönü Bulvar Ekinci Mahallesi No: 62 Rönesans Rezidans Çok say da insan n sesinin geldi i, Hentbol oyuncusu Cemal Kütahyal , Hatayspor Sportif Direktörü Taner Savut ve futbolcu Cristian Atsu'nun da oldu u sitede ekipler otoparka girmeye çal yor. pic.twitter.com/rymcNGlxan— Ajansspor (@ajansspor) February 6, 2023
Tyrkneski boltinn Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03 „Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Sjá meira
Fyrrverandi leikmaður Newcastle grafinn undir rústum eftir jarðskjálftann mikla Leit stendur nú yfir að ganverska fótboltamanninum Christian Atsu. Talið er að hann hafi grafist undir rústum eftir jarðskjálftann mikla í Tyrklandi. 6. febrúar 2023 13:03
„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. 6. febrúar 2023 10:34