Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2023 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar