Sturlaðar staðreyndir um græðgi! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 3. febrúar 2023 13:01 Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahlé og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun