Grasrót gegn útlendingafrumvarpi Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar 27. janúar 2023 11:31 Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Alþingi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Una Hildardóttir Daníel E. Arnarsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun