Eruð þið spennt? Jón Freyr Gíslason skrifar 21. janúar 2023 21:18 Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt lauflétt tog og það smellur í því. Þú ert öruggari fyrir vikið og kemur í veg fyrir að þú steypist fram eða til hliðar, upp í loft eða niður á gólf í ólíklegu en mögulegu slysi. Þú kastast ekki úr sætinu óvarinn gegn því að verða fyrir alvarlegum líkamlegum meiðslum eða valda þeim hjá næsta farþega. Nú eða að skjótast í gegnum rúðuna með tilheyrandi skurði. Ef til vill er þetta ýkt lýsing á örlögum þínum sem spenntir ekki beltið í rútu en alltaf möguleg engu að síður.Það hefur verið rannsakað og er vitað að farþegar í hópbifreiðum eru almennt öruggari vegfarendur en þeir sem ferðast um í fólksbílum eða á vélhjólum. Öruggari jú, en ekki ósnertandi. Fréttir af nýlegum rútuslysum á vegum landsins vöktu mig til umhugsunar um litla beltanotkun í rútum.Undirritaður notar strætó við ferðir um landið og er alltaf jafn hissa á þeim yfirgnæfandi meirihluta sem kýs að draga ekki sætisólina fram yfir mittið og festa. Svo áreynslulítil hreyfing fyrir margfalt öryggið. Það er líkt og fólk missi tilfinninguna fyrir því að það sé vegfarandi þegar það sest upp í rútu. Vegfarandi í stálgrind á þó nokkrum hraða eftir misbreiðum vegi í landi þar sem erfið akstursskilyrði eru raunveruleikinn drjúgan hluta af árinu. Kannski er það hæðin frá yfirborði vegarins eða stærðin á ökutækinu sem fær fólk til að upplifa sig fullkomlega öruggt, skal ekki segja. Tal um þrengsli eða minni hreyfigetu við beltanotkun er lítilvægt samanborið við afleiðingarnar af því ef hópbifreiðin færi svo "lítið" sem á hliðina. Ég hvet alla til að nota ávallt belti þegar býðst og hugsa þannig vel um sjálfa sig og sína næstu í bókstaflegri merkingu, samfarþegana. Eins og ljúfa röddin í landsbyggðarstrætó segir -"Það eru vinsamleg tilmæli til farþega að spenna beltin."Höfundur er tíður notandi strætó á landsbyggðinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar