Er ekki tilefni til að skammast sín og biðjast afsökunar? Tómas Ellert Tómasson skrifar 10. janúar 2023 19:00 Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann. Ennfremur segir hún að ekki sé tilefni til þess vegna þess að glæran hafi verið notuð til að kveikja umræður meðal nemenda um ólíkar birtingarmyndir þjóðernisstefnu í stjórnmálafræði við skólann. Það er sem sagt í lagi að mati skólastjórans að setja fram kennsluefni á slíkan hátt til að "kveikja umræður" á meðal nemenda, öðruvísi mér áður brá. Þegar ég var í framhaldsskóla á níunda áratug síðustu aldar sótti ég eins marga sögu- og stjórnmálaáfanga og ég mögulega gat, því þeir voru eitt af því fáa sem að ég hafði áhuga á að nema á þeim tíma. Ég fullyrði að aldrei, ég endurtek, aldrei var námsefninu í þeim áföngum stillt upp með slíkum hætti að kennari reyndi að mynda hugrenningatengsl á milli alræðissinna út í heimi við íslenska stjórnmálamenn eða aðra Íslendinga yfirhöfuð. Og það þrátt fyrir að einhverjir kennararnir voru yfirlýstir Alþýðubandalagsmenn eða eitthvað annað. Það kom þeim ekki til hugar. Hvað annað er atvikið sem kom upp í Verzló annað en skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara við skólann? Viðbrögð skólastjórans eru mér mikil vonbrigði verð ég að segja. Viðbrögðin bera vott um að ofbeldi og einelti sé samþykkt í skólanum þrátt fyrir að skólinn hafi sett sér áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Til bjargar andliti hins merka skóla að þá kem ég hér með tillögu að afsökunarbeiðni sem notast má við til fulltrúaráðs og skólanefndar Verzlunarskóla Íslands þar sem upp kom atvik í skólanum sem tilefni er til að skammast sín fyrir og biðjast afsökunar á: „Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands lýsir yfir af gefnu tilefni: Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands biðst afsökunar á því illgirnislega óþverrabragði kennara við skólann að líkja Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra við alræðissinna og fjöldamorðingja. Skýrir verkferlar verða nú settir svo eitthvað þessu líkt endurtaki sig ekki. Við lærum af mistökum og heitum því að vanda vel til kennsluhátta þannig að ekki falli þar skuggi á eins og gerðist í tilviki fyrrverandi kennara við skólann, því miður. Við biðjum Sigmund Davíð í einlægni formlega afsökunar á athæfinu. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands fordæmir alfarið allt einelti, fordóma og ofbeldi af öllu tagi, nú sem endranær. Til áréttingar að þá hefur kennaranum sem beitti óþverrabragðinu verið sagt upp störfum. Fulltrúaráð og skólanefnd Verzlunarskóla Íslands“ Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun