Leikur Alyanspor og Başakşehir var í raun búinn í hálfleik. Efecan Karaca skoraði snemma leiks og Koka bætti við tveimur mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Wilson Eduardo og Yusuf Ozdemir bættu við mörkum fjögur og fimm í síðari hálfleik.
Góður sigur fyrir Rúnar Alex og félaga eftir að hafa byrjað árið á 4-1 tapi gegn Kasimpasa. Lokatölur 5-0 og Alanyaspor þar með komið upp í 8. sæti með 24 stig að loknum 18 leikjum.
Birkir Bjarnason kom ekki við sögu þegar lið hans, Adana Demirspor, tapaði 2-1 fyrir İstanbul Başakşehir. Demirspor er í 4. sæti með 30 stig.