Varnarstefna fyrir Ísland? Friðrik Jónsson skrifar 4. janúar 2023 17:01 Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Friðrik Jónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun