Skoðun

Ertu að gleyma þér?

Anna Claessen skrifar

Gleðilegt nýtt ár! Hvernig vilt þú hafa árið fyrir þig?

Við fyllum stundarskránna af alls konar vinnu/námi, rækt/tómstundum, fjölskyldutíma, vinahittingum ... en ertu að taka tíma til að hlúa að þér?

Hversu mikill tími af dagskránni er fyrir þig?

Ertu að gleyma þér?

Margir sem detta í kulnun er fólk í umönnunarstörfum eða foreldrar, þeir sem eru snillingar að sjá um aðra en gera það oft á kostnað eigin heilsu.

Skoðaðu dagskrána aftur. Hvaða hluti af henni er að gefa þér mest?

Hvenær gerðir þú síðast eitthvað fyrir þig? (ekki fyrir aðra, eða fyrir vinnu)

Hvað veitir þér gleði?

Hvað byggir þig upp?

Hvað drífur þig áfram?

Ekki gleyma þér!

Taktu tíma frá fyrir þig.

Þú skiptir máli.

Höfundur er kulnunarmarkþjálfi.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×