Á mannúð heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 2. desember 2022 16:00 Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun