Loftslagskvabbið Jónas Elíasson skrifar 30. nóvember 2022 11:01 Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að setja mikla peninga í loftslagsmál og orkuskipti við mikið klapp frá umhverfissinnum. Þetta er gersamlega tilgangslaust (sjá Mbl 17.11.2021 Loftslag og umhverfissinnar), út úr þessum fjárveitingum getur ekkert komið, enda bera þær keim af eftirhermusksap og umhverfismonti, ætlaðar til að geta gefið digrar yfirlýsingar á alþjóðaþingum. Orkan sem Ísland hefur virkjað er 80 % hrein. Tilsvarandi tala í BNA er 9%. Hvað halda menn að gerist við þessar yfirlýsingar? Einhver flytji tillögu á Bandaríkjaþingi um að gera eins og Íslendingar? Kolsýrulosun frá íslandi er tiltölulega lítil, en verið er að reikna hana upp með því að taka inn kolsýrulosun frá landbúnaði sem er í eðlilegri hringrás milli lofthjúps og gróðurþekju. Gróðurhúsaáhrif kolsýrulosunar eru búin að vera þekkt í 150 ár og er auðvitað allt of mikil. Orsökin liggur í áformum BNA að kjarnorkuvæða raforkuiðnaðinn, þá spruttu mótmælasamtök upp eins og gorkúlur, ferðuðust á milli borga, brutu rúður og stálu úr búðum en KGB borgaði ferðakostnaðinn. Raforkuiðnaðurinn var alls hugar feginn. Nú þurfti ekki að byggja rándýrar kjarnorkurafstöðvar, bara ódýrar olíustöðvar, annaðhvort þarf að keyra þær eða vera rafmagnslaus. Svo gerði ESB þá ótrúlegu vitleysu að taka inn gas frá rússum án þess að hafa nokkurt varaafl. Svo skúfuðu rússar fyrir og orkuverð í ESB þrefaldaðist. Við erum ekki virkir meðlimir í orkumarkaði ESB þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnarinnar að koma okkur þangað og sluppum. En ætlar ESB ekki að vinda sér í kjarnorkuvæðinguna, fá hreina orku og losna við olíuna? Nei, það stendur ekki til. Slíkar fjárfestingar mundu fara með orkuverðið í fjórfalt eða fimmfalt. Kjarnorkan kemur ekki hraðar inn en sem nemur aukningu í notkun. Besta leiðin fyrir Ísland til að verða samferða nágrannalöndunum í orkuskiptum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum er að gera eins og þau, ekki neitt nema sinna aukinni þörf eins og hingað til. Höfundur er prófessor.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar