Til hamingju með 10 árin kæru Píratar - í öllum flokkum og utan Jón Þór Ólafsson skrifar 22. nóvember 2022 10:31 Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun