Til hamingju kæra barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2022 14:01 Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Mannréttindi Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun