Íslenskan er okkar allra Lilja Alfreðsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 06:30 Íslensk tunga er dýrmæt auðlind sem á stóran þátt í að móta okkar sterka samfélag. Tungumálið er tenging við söguna og mikilvægur hluti af menningarlegu fullveldi þjóðarinnar. Upp er runnin dagur íslenskrar tungu þar sem við minnum okkur á það grundvallarhlutverk sem tungumálið okkar gegnir fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin sett íslenskuna í öndvegi með fjölþættum aðgerðum. Þannig nam fjárfesting í málefnum íslenskunnar á síðasta kjörtímabili rúmum 10 milljörðum kr. Í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna er áfram lögð áhersla á að styðja við íslenska tungu. Ráðherranefnd um íslensku Í vikunni raungerðist ein varða á þeirri vegferð þegar að ný ráðherranefnd um íslenska tungu var sett á laggirnar. Í henni eiga fast sæti forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Nefndinni er ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast. Þá mun ráðherranefndin vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins. Áfram íslenska Þegar litið er yfir farinn veg hefur margt áunnist til þess að styðja við tungumálið okkar. Sú vinna hefur grundvallast á meðal annars á þingsályktun um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi en hún var samþykkt á Alþingi 2019. Í kjölfarið fylgdi aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2022 undir yfirskriftinni „Áfram íslenska“. Meginmarkmið hennar var að íslenska væri notuð á öllum sviðum samfélagsins, íslenskukennsla og menntun yrði efld á öllum skólastigum og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi yrði tryggð með því að gera tækjunum okkar kleift að eiga í samskiptum okkar á íslensku. Aukinheldur var fjármunum forgangsraðað í að styðja skapandi greinar þar sem íslenska er aðalverkfærið. Bókaútgáfa var efld með nýju stuðningskerfi og hefur fjöldi útgefinna bóka á íslensku aukist mjög. Sérstakur barnabókasjóður var settur á laggirnar til þess að fjölga barnabókum á íslensku og einkareknir fjölmiðlar studdir enda gegna þeir mikilvægu hlutverki í að miðla efni á móðurmálinu. Hugmyndir og samtakamáttur Á málþingi um málefni íslenskunnar í upphafi vikunnar, þar sem ráðherranefnd um íslensku var kynnt, voru stjórnvöld brýnd til áframhaldandi aðgerða í þágu íslenskunnar. Þar komu fram margar góðar hugmyndir og gagnlegar vangaveltur – meðal annars frá fulltrúum yngri kynslóða sem meðal annars töluðu ötullega fyrir bættu aðgengi að bæði mynd- og lesefni á íslensku fyrir sinn aldur og áhugasvið. Skýrt ákall mátti finna í erindum á málþinginu að huga þyrfti betur að íslenskukennslu fyrir fullorðna, þá sér í lagi talþjálfun og jafnframt auka almennt umburðarlyndi fyrir íslensku sem töluð er með hreim. Eða líkt og frú Vigdís Finnbogadóttir áréttaði í sinni hugvekju á málþinginu – við erum öll með hreim, öll tölum við tungumálið með okkar eigin blæbrigðum. Næstu skref Stjórnvöld eru staðráðin í að halda áfram að efla íslenskuna og verður ný þingsályktunartillaga og uppfærð aðgerðaáætlun þess efnis lögð fram á komandi vorþingi. Í þeim verður meðal annars boðað stóraukið aðgengi að íslenskukennslu fyrir útlendinga, áframhaldandi þróun máltæknilausna sem nýtast fólki á öllum aldri bæði í leik og starfi og vitundarvakning um mikilvægi þess að íslenskan verði sýnilegri í samfélaginu. Á undanförnum vikum hafa okkur birst ýmsar fréttir um aukna samfélagsvitund í þá veru. Má þar til dæmis nefna stefnubreytingu Isavia um að merkingar í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar verði fyrst á íslensku í stað ensku og fyrirmyndar framtak sama fyrirtækis um að veita erlendu starfsfólki aðgang að íslenskukennslu á vinnutíma. Ég hvet fólk og fyrirtæki til þess að taka virkan þátt í þessari vegferð. Það er sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að tryggja að móðurmálið standi tímans tönn og verði á vörum okkar um aldur og ævi – því íslenskan er okkar allra. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Framsóknarflokkurinn Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Íslensk tunga er dýrmæt auðlind sem á stóran þátt í að móta okkar sterka samfélag. Tungumálið er tenging við söguna og mikilvægur hluti af menningarlegu fullveldi þjóðarinnar. Upp er runnin dagur íslenskrar tungu þar sem við minnum okkur á það grundvallarhlutverk sem tungumálið okkar gegnir fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin sett íslenskuna í öndvegi með fjölþættum aðgerðum. Þannig nam fjárfesting í málefnum íslenskunnar á síðasta kjörtímabili rúmum 10 milljörðum kr. Í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna er áfram lögð áhersla á að styðja við íslenska tungu. Ráðherranefnd um íslensku Í vikunni raungerðist ein varða á þeirri vegferð þegar að ný ráðherranefnd um íslenska tungu var sett á laggirnar. Í henni eiga fast sæti forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Nefndinni er ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast. Þá mun ráðherranefndin vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins. Áfram íslenska Þegar litið er yfir farinn veg hefur margt áunnist til þess að styðja við tungumálið okkar. Sú vinna hefur grundvallast á meðal annars á þingsályktun um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi en hún var samþykkt á Alþingi 2019. Í kjölfarið fylgdi aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2022 undir yfirskriftinni „Áfram íslenska“. Meginmarkmið hennar var að íslenska væri notuð á öllum sviðum samfélagsins, íslenskukennsla og menntun yrði efld á öllum skólastigum og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi yrði tryggð með því að gera tækjunum okkar kleift að eiga í samskiptum okkar á íslensku. Aukinheldur var fjármunum forgangsraðað í að styðja skapandi greinar þar sem íslenska er aðalverkfærið. Bókaútgáfa var efld með nýju stuðningskerfi og hefur fjöldi útgefinna bóka á íslensku aukist mjög. Sérstakur barnabókasjóður var settur á laggirnar til þess að fjölga barnabókum á íslensku og einkareknir fjölmiðlar studdir enda gegna þeir mikilvægu hlutverki í að miðla efni á móðurmálinu. Hugmyndir og samtakamáttur Á málþingi um málefni íslenskunnar í upphafi vikunnar, þar sem ráðherranefnd um íslensku var kynnt, voru stjórnvöld brýnd til áframhaldandi aðgerða í þágu íslenskunnar. Þar komu fram margar góðar hugmyndir og gagnlegar vangaveltur – meðal annars frá fulltrúum yngri kynslóða sem meðal annars töluðu ötullega fyrir bættu aðgengi að bæði mynd- og lesefni á íslensku fyrir sinn aldur og áhugasvið. Skýrt ákall mátti finna í erindum á málþinginu að huga þyrfti betur að íslenskukennslu fyrir fullorðna, þá sér í lagi talþjálfun og jafnframt auka almennt umburðarlyndi fyrir íslensku sem töluð er með hreim. Eða líkt og frú Vigdís Finnbogadóttir áréttaði í sinni hugvekju á málþinginu – við erum öll með hreim, öll tölum við tungumálið með okkar eigin blæbrigðum. Næstu skref Stjórnvöld eru staðráðin í að halda áfram að efla íslenskuna og verður ný þingsályktunartillaga og uppfærð aðgerðaáætlun þess efnis lögð fram á komandi vorþingi. Í þeim verður meðal annars boðað stóraukið aðgengi að íslenskukennslu fyrir útlendinga, áframhaldandi þróun máltæknilausna sem nýtast fólki á öllum aldri bæði í leik og starfi og vitundarvakning um mikilvægi þess að íslenskan verði sýnilegri í samfélaginu. Á undanförnum vikum hafa okkur birst ýmsar fréttir um aukna samfélagsvitund í þá veru. Má þar til dæmis nefna stefnubreytingu Isavia um að merkingar í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar verði fyrst á íslensku í stað ensku og fyrirmyndar framtak sama fyrirtækis um að veita erlendu starfsfólki aðgang að íslenskukennslu á vinnutíma. Ég hvet fólk og fyrirtæki til þess að taka virkan þátt í þessari vegferð. Það er sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að tryggja að móðurmálið standi tímans tönn og verði á vörum okkar um aldur og ævi – því íslenskan er okkar allra. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun