Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Stjórnsýsla Leigubílar Alþingi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar