Daglegt hrós til að ýta undir gróskuhugarfar Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir skrifa 11. nóvember 2022 08:01 Það er líklega fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líðan og hugarfarið sem við búum yfir. Það er talið að við séum með 50-70 þúsund hugsanir í kollinum á hverjum sólarhring. Hugur okkar er stanslaust að verki því hlutverk hans er að hugsa, rétt eins og hlutverk hjartans er að slá. Hugarfar, sama hvort það er jákvætt eða neikvætt, hefur mikil áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur en ekki síst hvernig við tökumst á við mistök, mótlæti eða önnur verkefni sem lífið færir okkur. Þess vegna skiptir miklu máli að kenna barni á hugann sinn og að lífið er eins og þrautabraut. Barnið er stöðugt að takast á við þrautir sem fara ekki alltaf eins og það vill. Það hvernig barnið tekst á við þrautirnar og horfir á lausnirnar skiptir öllu máli. Viðhorf þess er hér lykilatriði. Við veljum okkur viðhorf Á hverjum degi stendur barnið frammi fyrir vali um jákvætt eða neikvætt viðhorf til ýmissa atriða. Nefna má dæmi þegar fötin, sem það ætlar í að morgni, eru ekki hrein, uppáhaldsmorgunmaturinn búinn, barnið er ekki tilbúið í heimalestur eða heimanám, sætaskipan í bekknum hefur verið breytt eða þegar barnið er ósátt við reglur um skjá- eða háttatíma. Einföld leið til að hjálpa barninu við að velja viðhorf sitt er að útbúa bros- og fýlukarla, annan með brosandi andliti og hinn með andliti í fýlu. Barnið getur valið brosandi andlitið og fundið í framhaldinu nýjar leiðir, t.d. prófað eitthvað nýtt, en það getur líka valið fýlu-andlitið, farið í fýlu og verið neikvætt. Með þessu móti áttar barnið sig mögulega betur á því að valið er þess, ekki pabba og mömmu, kennarans, bekkjarfélaganna eða annarra. Við getum líka ýtt undir jákvætt hugarfar hjá barninu með því að: ✓ Hjálpa því að horfa á það jákvæða á hverjum degi og ræða í hverju það felist. ✓ Kenna því að taka eftir því sem gleður það, eins og hrósi frá góðum vini, brosi, góðverki eða vel unnu verki. ✓ Nota afmarkaðan tíma í að tala um vandamál. ✓ Hvetja það til að hrósa sjálfu sér og öðrum. ✓ Verja tíma í að tala um allt það sem gengur vel og það sem barnið gerir vel. ✓ Kenna því að taka ábyrgð á eigin líðan og hamingju. ✓ Hjálpa því að koma auga á það sem það er ánægt með í eigin fari. ✓ Hvetja það til að horfa á jákvæða eiginleika í fari ástvina og vina. Grósku- eða festuhugarfar Samkvæmt Carol Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford Háskóla, sem hefur gríðarlega reynslu í rannsóknum á hugarfari, er hægt að skipta einstaklingum í tvo hópa; þá sem hafa festuhugarfar og þá sem hafa gróskuhugarfar. Einstaklingar með festuhugarfar: ✓ Trúa því að hæfileikum og hæfni sé ekki hægt að breyta né bæta ✓ Forðast áskoranir ✓ Upplifa hjálparleysi þegar þeir standa frammi fyrir hindrunum ✓ Hafa að markmiði að þykjast klárir ✓ Gefast auðveldlega upp ef þeir gera mistök eða ná ekki settum markmiðum ✓ Forðast gagnrýni ✓ Sækjast eftir viðurkenningu annarra Einstaklingar með gróskuhugarfar: ✓ Trúa því að þeir geti þróað hæfileika sína og hæfni ✓ Fá ánægju út úr því að takast á við áskoranir ✓ Leggja sig fram um að sigrast á hindrunum ✓ Hafa að markmiði að prófa sig áfram og læra Foreldrar eru áhrifavaldar í lífi barnsins Foreldrar geta haft mikil áhrif á hvers konar hugarfar barn tileinkar sér, grósku- eða festuhugarfar. Með því að kenna barni vinnusemi, að hafa gaman af áskorunum, halda áfram þegar hlutirnir eru erfiðir og horfa á mistök sem lærdómstækifæri geta foreldrar ýtt undir að barn þrói með sér gróskuhugarfar. Gróskuhugarfar getur hjálpað barni að þróa með sér þrautseigju, sem er gríðarlega mikilvægur eiginleiki til að vegna vel í lífinu. Hrósum fyrir viðleitni eða dugnað Besta leiðin til að ýta undir gróskuhugarfar hjá barni er að hrósa á skýran og áberandi hátt og einblína frekar á dugnað eða viðleitni en gáfur eða hæfileika. Sem sagt, það er betra að hrósa barni fyrir hversu mikið það lagði sig fram við próflestur en fyrir einkunnina sem það fékk. Hrósum því frekar fyrir að vera duglegt að æfa sig eða mæta á æfingar en fyrir útkomuna í leik/keppni, á tónleikum eða sýningum. Dæmi um hrós: Það er gaman að sjá hvað þú leggur þig mikið fram… Þú sýndir mikið hugrekki þegar… Þú ert alltaf til í að prófa eitthvað nýtt… Notum hrós daglega fyrir framlag eða dugnað til að ýta undir gróskuhugarfar og auka þrautseigju sem er mikilvægur eiginleiki fyrir börn að búa yfir. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er líklega fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líðan og hugarfarið sem við búum yfir. Það er talið að við séum með 50-70 þúsund hugsanir í kollinum á hverjum sólarhring. Hugur okkar er stanslaust að verki því hlutverk hans er að hugsa, rétt eins og hlutverk hjartans er að slá. Hugarfar, sama hvort það er jákvætt eða neikvætt, hefur mikil áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur en ekki síst hvernig við tökumst á við mistök, mótlæti eða önnur verkefni sem lífið færir okkur. Þess vegna skiptir miklu máli að kenna barni á hugann sinn og að lífið er eins og þrautabraut. Barnið er stöðugt að takast á við þrautir sem fara ekki alltaf eins og það vill. Það hvernig barnið tekst á við þrautirnar og horfir á lausnirnar skiptir öllu máli. Viðhorf þess er hér lykilatriði. Við veljum okkur viðhorf Á hverjum degi stendur barnið frammi fyrir vali um jákvætt eða neikvætt viðhorf til ýmissa atriða. Nefna má dæmi þegar fötin, sem það ætlar í að morgni, eru ekki hrein, uppáhaldsmorgunmaturinn búinn, barnið er ekki tilbúið í heimalestur eða heimanám, sætaskipan í bekknum hefur verið breytt eða þegar barnið er ósátt við reglur um skjá- eða háttatíma. Einföld leið til að hjálpa barninu við að velja viðhorf sitt er að útbúa bros- og fýlukarla, annan með brosandi andliti og hinn með andliti í fýlu. Barnið getur valið brosandi andlitið og fundið í framhaldinu nýjar leiðir, t.d. prófað eitthvað nýtt, en það getur líka valið fýlu-andlitið, farið í fýlu og verið neikvætt. Með þessu móti áttar barnið sig mögulega betur á því að valið er þess, ekki pabba og mömmu, kennarans, bekkjarfélaganna eða annarra. Við getum líka ýtt undir jákvætt hugarfar hjá barninu með því að: ✓ Hjálpa því að horfa á það jákvæða á hverjum degi og ræða í hverju það felist. ✓ Kenna því að taka eftir því sem gleður það, eins og hrósi frá góðum vini, brosi, góðverki eða vel unnu verki. ✓ Nota afmarkaðan tíma í að tala um vandamál. ✓ Hvetja það til að hrósa sjálfu sér og öðrum. ✓ Verja tíma í að tala um allt það sem gengur vel og það sem barnið gerir vel. ✓ Kenna því að taka ábyrgð á eigin líðan og hamingju. ✓ Hjálpa því að koma auga á það sem það er ánægt með í eigin fari. ✓ Hvetja það til að horfa á jákvæða eiginleika í fari ástvina og vina. Grósku- eða festuhugarfar Samkvæmt Carol Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford Háskóla, sem hefur gríðarlega reynslu í rannsóknum á hugarfari, er hægt að skipta einstaklingum í tvo hópa; þá sem hafa festuhugarfar og þá sem hafa gróskuhugarfar. Einstaklingar með festuhugarfar: ✓ Trúa því að hæfileikum og hæfni sé ekki hægt að breyta né bæta ✓ Forðast áskoranir ✓ Upplifa hjálparleysi þegar þeir standa frammi fyrir hindrunum ✓ Hafa að markmiði að þykjast klárir ✓ Gefast auðveldlega upp ef þeir gera mistök eða ná ekki settum markmiðum ✓ Forðast gagnrýni ✓ Sækjast eftir viðurkenningu annarra Einstaklingar með gróskuhugarfar: ✓ Trúa því að þeir geti þróað hæfileika sína og hæfni ✓ Fá ánægju út úr því að takast á við áskoranir ✓ Leggja sig fram um að sigrast á hindrunum ✓ Hafa að markmiði að prófa sig áfram og læra Foreldrar eru áhrifavaldar í lífi barnsins Foreldrar geta haft mikil áhrif á hvers konar hugarfar barn tileinkar sér, grósku- eða festuhugarfar. Með því að kenna barni vinnusemi, að hafa gaman af áskorunum, halda áfram þegar hlutirnir eru erfiðir og horfa á mistök sem lærdómstækifæri geta foreldrar ýtt undir að barn þrói með sér gróskuhugarfar. Gróskuhugarfar getur hjálpað barni að þróa með sér þrautseigju, sem er gríðarlega mikilvægur eiginleiki til að vegna vel í lífinu. Hrósum fyrir viðleitni eða dugnað Besta leiðin til að ýta undir gróskuhugarfar hjá barni er að hrósa á skýran og áberandi hátt og einblína frekar á dugnað eða viðleitni en gáfur eða hæfileika. Sem sagt, það er betra að hrósa barni fyrir hversu mikið það lagði sig fram við próflestur en fyrir einkunnina sem það fékk. Hrósum því frekar fyrir að vera duglegt að æfa sig eða mæta á æfingar en fyrir útkomuna í leik/keppni, á tónleikum eða sýningum. Dæmi um hrós: Það er gaman að sjá hvað þú leggur þig mikið fram… Þú sýndir mikið hugrekki þegar… Þú ert alltaf til í að prófa eitthvað nýtt… Notum hrós daglega fyrir framlag eða dugnað til að ýta undir gróskuhugarfar og auka þrautseigju sem er mikilvægur eiginleiki fyrir börn að búa yfir. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar