Fleiri konur undir fertugt greinast með krabbamein í brjósti en leghálsi Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:00 Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Heilbrigðismál Píratar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar