Öll börn gera vel ef þau geta Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 09:30 Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Lífið er flókið. Samskipti eru flókin og samskipti barna eru vissulega flókin. Eineltismál er erfið og og geta skilið eftir sig djúp sár. Ég finn mikið til með þolendum eineltis og fordæmi allar myndir ofbeldis. Um daginn rak ég augun í blaðagrein og hluti fyrirsagnarinnar var að „gerendur í einelti hrósuðu sigri og fyndu sér ný fórnarlömb”. Þessi fyrirsögn stakk mig. Þeir sem eru gerendur í einelti sigra aldrei. Þetta eru börn sem koma illa fram því þeim líður illa. Ofbeldið og ill framkoma er svörun þeirra við eigin sársauka og svo margt getur legið að baki. Allir í eineltismálum þurfa hjálp. Það þarf að skoða alla fleti og veita aðstoð með það að markmiði að börnunum líði betur. Þannig eru minni líkur á ad slíkt endurtaki sig. Undirótin er ekki illska heldur sársauki og vanmáttur. Jafnframt las ég þónokkrar illa ígrundaðar athugasemdir á Netinu um gerendur eineltis. Athugasemdir sem ég tel síst líklegar til að leysa neinn vanda. Þær myndu án efa valda áframhaldandi sársauka sem er svo undirrót frekara ofbeldis. Við getum lagað ofbeldi með skilningi á þeim margþætta vanda sem þarna liggur að baki. Það þarf að kafa undir yfirborðið og fara inn í kjarnann. Við getum lagað ofbeldi með því að vinna í okkar eigin sársauka því þá eru minni líkur á að við yfirfærum hann á næstu kynslóð. Við getum unnið gegn ofbeldi með kærleika og samkennd en aldrei hatri. Við þurfum að snúa bökum saman frekar en mynda fylkingar. Við þurfum að vinna saman að vellíðan barna því ef börnum líður vel þá gera þau vel! Höfundur er móðir fjögurra barna og grunnskólakennari.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar