Jarðvarminn: Mikilvægasta auðlind Íslands Hera Grímsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 11:00 Áframhaldandi orkuskipti eru ein af forsendum þess að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og stuðla að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði landsins. Orkuauðlindirnar okkar – vatnsaflið, jarðvarminn og jafnvel vindurinn – eru undirstaða orkuskipta. Hugtakið orka sem kemur frá þessum auðlindum nær þó ekki eingöngu yfir rafmagn og nýtingu þess, heldur einnig um nýtingu orku til húshitunar. Jarðvarminn er okkar helsti orkugjafi og um 60% af frumorkunotkun Íslands er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Raforkan, frá vatnsafli eða jarðhita, er um 25% af frumorkunotkun samkvæmt vefnum orkuskipti.is sem fór í loftið í nýverið. Við áframhaldandi orkuskipti á nýjum sviðum verðum við einnig að standa vörð um árangurinn sem þegar hefur náðst. Hitaveitur í heila öld Mikið framfaraskref var tekið hér á landi í kringum 1930 þegar ákveðið var að tryggja okkur trausta, örugga og græna orku til húshitunar með nýtingu jarðvarmans, sem við njótum góðs af enn þann dag í dag. Meðan orkukreppa geysar í Evrópu og víðar þá getum við sem hér búum notið þess að fara í sundlaugar landsins allan ársins hring, hitað upp híbýli okkar og andað að okkur hreinu lofti. Til að hita upp borgir (eða að sinna loftkælingu) þarf gríðarlega orku. Það er víðar en á Íslandi sem þarf að kynda og áætlað er að innan ESB fari um 63% orkunotkunar heimila í kyndinguna eina. Nú er staðan sú að löndin í kringum okkur þurfa að sætta sig við orkuskort, orkuóöryggi og ótrúlegt orkuverð. Þá hefur víða verið sett þak á hitastig í opinberum byggingum. Hitaveiturnar okkar hafa því haft og hafa ennþá mikil áhrif á samfélag okkar. Þær auka lífsgæði okkar, auka ráðstöfunartekjur heimilanna að ekki sé minnst á loftslagsávinninginn sem hitaveitan hefur fært okkur. Hvað með öll nýju húsin? Algengt er í umræðu um komandi orkuskipti hér á Íslandi að við séum búin að orkuskipta húshitun og raforkuframleiðslu, en að við eigum samgönguhlutann eftir. Það er auðvitað rétt að orkuskipti í samgöngum eru nauðsyn. Það er þó vert að hafa í huga að þegar sagt er að orkuskiptum húshitunar sé lokið, aðallega með nýtingu jarðvarmans, þá er í raun aðeins verið að skoða punktstöðuna, en ekki horfa til framtíðar. Í mannfjöldaspá Hagstofunnar er búist við að íbúar Íslands verði um 450.000 árið 2050 og jafnvel um 500.000 árið 2070. Árið 2021 var eitt stærsta uppbyggingarár Reykjavíkurborgar og nýlega var kynnt að áætluð þörf á nýjum íbúðum á landinu öllu nemi 3.500-4.000 á ári hverju. Reynslan sýnir að notkun á heitu vatni eykst í réttu hlutfalli við fólksfjölgun. Í jarðvarmaspá Orkustofnunar 2021-2060 er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir orkunni úr jarðvarmanum muni aukast um 63% á tímabilinu og um 38% bara vegna húshitunar. Til að mæta þessari auknu eftirspurn og þannig viðhalda orkuskiptum í húshitun þarf að rannsaka og afla orku í formi heits vatns því núverandi svæði standa ekki undir henni. Það er því mikið verkefni fram undan og þar mun Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Veitur og Orka náttúrunnar, áfram gegna lykilhlutverki. Jarðvarminn er ekki óendanlegur Jarðvarminn sem er okkur aðgengilegur til nýtingar er ekki endalaus eða ótakmörkuð auðlind. Því þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun, jafnvel hvíla svæði ef að við nýtum forðann í þeim hraðar en náttúran hefur undan við að endurnýja hann. Frekari varmavinnsla og bætt nýting er því nauðsynleg til að mæta þörf næstu áratuga. Ef þessu verður ekki sinnt er hætta á að leita þurfi annara leiða en að nýta græna orku til að standa undir þeim lífsgæðum sem að við búum við í dag. Ein af helstu áskorunum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja er því að viðhalda þeim grunni lífsgæða sem við búum við í dag og teljum sjálfsögð. Hlutverk okkar er að nýta auðlindir á ábyrgan og hagkvæman hátt til að þjóna heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til þess með nýsköpun og rannsóknum. Horfa þarf langt fram í tímann og spá fyrir um hver eftirspurn eftir orku til húshitunar geti orðið. Við spáum í hvernig sé hægt að mæta eftirspurninni með því að nýta auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt og af virðingu fyrir náttúrunni til þess að ganga ekki á rétt komandi kynslóða til þessara lífsgæða. Full orkuskipti í samgöngum þurfa að verða að veruleika og samhliða þarf að viðhalda þeim grunnlífsskilyrðum sem við búum við í dag. Til að svo megi verða þarf að forgangsraða jarðhitaauðlindum í þágu húshitunar þannig að við höfum áfram aðgengi að grænni, hagkvæmri og öruggi orku fyrir vistvænt líf á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Áframhaldandi orkuskipti eru ein af forsendum þess að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og stuðla að auknu orkuöryggi og orkusjálfstæði landsins. Orkuauðlindirnar okkar – vatnsaflið, jarðvarminn og jafnvel vindurinn – eru undirstaða orkuskipta. Hugtakið orka sem kemur frá þessum auðlindum nær þó ekki eingöngu yfir rafmagn og nýtingu þess, heldur einnig um nýtingu orku til húshitunar. Jarðvarminn er okkar helsti orkugjafi og um 60% af frumorkunotkun Íslands er heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Raforkan, frá vatnsafli eða jarðhita, er um 25% af frumorkunotkun samkvæmt vefnum orkuskipti.is sem fór í loftið í nýverið. Við áframhaldandi orkuskipti á nýjum sviðum verðum við einnig að standa vörð um árangurinn sem þegar hefur náðst. Hitaveitur í heila öld Mikið framfaraskref var tekið hér á landi í kringum 1930 þegar ákveðið var að tryggja okkur trausta, örugga og græna orku til húshitunar með nýtingu jarðvarmans, sem við njótum góðs af enn þann dag í dag. Meðan orkukreppa geysar í Evrópu og víðar þá getum við sem hér búum notið þess að fara í sundlaugar landsins allan ársins hring, hitað upp híbýli okkar og andað að okkur hreinu lofti. Til að hita upp borgir (eða að sinna loftkælingu) þarf gríðarlega orku. Það er víðar en á Íslandi sem þarf að kynda og áætlað er að innan ESB fari um 63% orkunotkunar heimila í kyndinguna eina. Nú er staðan sú að löndin í kringum okkur þurfa að sætta sig við orkuskort, orkuóöryggi og ótrúlegt orkuverð. Þá hefur víða verið sett þak á hitastig í opinberum byggingum. Hitaveiturnar okkar hafa því haft og hafa ennþá mikil áhrif á samfélag okkar. Þær auka lífsgæði okkar, auka ráðstöfunartekjur heimilanna að ekki sé minnst á loftslagsávinninginn sem hitaveitan hefur fært okkur. Hvað með öll nýju húsin? Algengt er í umræðu um komandi orkuskipti hér á Íslandi að við séum búin að orkuskipta húshitun og raforkuframleiðslu, en að við eigum samgönguhlutann eftir. Það er auðvitað rétt að orkuskipti í samgöngum eru nauðsyn. Það er þó vert að hafa í huga að þegar sagt er að orkuskiptum húshitunar sé lokið, aðallega með nýtingu jarðvarmans, þá er í raun aðeins verið að skoða punktstöðuna, en ekki horfa til framtíðar. Í mannfjöldaspá Hagstofunnar er búist við að íbúar Íslands verði um 450.000 árið 2050 og jafnvel um 500.000 árið 2070. Árið 2021 var eitt stærsta uppbyggingarár Reykjavíkurborgar og nýlega var kynnt að áætluð þörf á nýjum íbúðum á landinu öllu nemi 3.500-4.000 á ári hverju. Reynslan sýnir að notkun á heitu vatni eykst í réttu hlutfalli við fólksfjölgun. Í jarðvarmaspá Orkustofnunar 2021-2060 er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir orkunni úr jarðvarmanum muni aukast um 63% á tímabilinu og um 38% bara vegna húshitunar. Til að mæta þessari auknu eftirspurn og þannig viðhalda orkuskiptum í húshitun þarf að rannsaka og afla orku í formi heits vatns því núverandi svæði standa ekki undir henni. Það er því mikið verkefni fram undan og þar mun Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hennar, Veitur og Orka náttúrunnar, áfram gegna lykilhlutverki. Jarðvarminn er ekki óendanlegur Jarðvarminn sem er okkur aðgengilegur til nýtingar er ekki endalaus eða ótakmörkuð auðlind. Því þarf að gæta jafnvægis í vinnslu og endurnýjun, jafnvel hvíla svæði ef að við nýtum forðann í þeim hraðar en náttúran hefur undan við að endurnýja hann. Frekari varmavinnsla og bætt nýting er því nauðsynleg til að mæta þörf næstu áratuga. Ef þessu verður ekki sinnt er hætta á að leita þurfi annara leiða en að nýta græna orku til að standa undir þeim lífsgæðum sem að við búum við í dag. Ein af helstu áskorunum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja er því að viðhalda þeim grunni lífsgæða sem við búum við í dag og teljum sjálfsögð. Hlutverk okkar er að nýta auðlindir á ábyrgan og hagkvæman hátt til að þjóna heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til þess með nýsköpun og rannsóknum. Horfa þarf langt fram í tímann og spá fyrir um hver eftirspurn eftir orku til húshitunar geti orðið. Við spáum í hvernig sé hægt að mæta eftirspurninni með því að nýta auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt og af virðingu fyrir náttúrunni til þess að ganga ekki á rétt komandi kynslóða til þessara lífsgæða. Full orkuskipti í samgöngum þurfa að verða að veruleika og samhliða þarf að viðhalda þeim grunnlífsskilyrðum sem við búum við í dag. Til að svo megi verða þarf að forgangsraða jarðhitaauðlindum í þágu húshitunar þannig að við höfum áfram aðgengi að grænni, hagkvæmri og öruggi orku fyrir vistvænt líf á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun