Treysta ekki ESB í varnarmálum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. október 2022 10:01 Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Við getum ekki treyst á Evrópusambandið þegar kemur að varnarmálum. Fyrir vikið var ákveðið að sækja um aðild að NATO. Þetta kom efnislega fram í máli Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, fyrr í vikunni á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, samkvæmt frétt mbl.is. Haavisto sagði þannig ekki hægt að treysta á grein 42.7 í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins um aðstoð frá öðrum ríkjum þess ef ráðist væri á eitt þeirra. Ráðherrann sagði ákvæðið enda ekki stutt af neinum innviðum, hersveitum eða heræfingum. Veran í sambandinu tryggði því ekki varnir Finnlands. Fulltrúi Svíþjóðar á þinginu tók undir þessi ummæli finnska utanríkisráðherrans inntur eftir því af Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins, en sænsk stjórnvöld líkt og finnsk sóttu sem kunnugt er formlega um aðild að NATO fyrr á þessu ári. Hverju ætti ESB að bæta við? Hérlendir stuðningsmenn þess að Íslandi gangi í Evrópusambandið hafa ítrekað haldið því fram í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu að innganga í sambandið væri nauðsynleg til þess að tryggja varnir landsins og að aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin væru ekki nóg til þess. Minna hefur hins vegar farið fyrir haldbærum rökum fyrir því hverju nákvæmlega Evrópusambandið ætti að bæta við í þeim efnum. Ekki sízt í ljósi þess að eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO verða 23 af 27 ríkjum sambandsins þar innanborðs. Eftir standa Austurríki, Írland, Kýpur og Malta. Hafa má einnig í huga í þessu sambandi að þau aðildarríki NATO sem eru ekki innan Evrópusambandsins standa undir 80% af útgjöldum aðildarríkja bandalagsins til varnarmála. Þar vega Bandaríkin langþyngst með um 70% þeirra eða rúmlega þreföld samanlögð útgjöld allra hinna aðildarríkjanna. Ófært um að tryggja eigið öryggi Fullyrðingar um að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja varnir landsins standast þannig enga skoðun. Fyrir utan það sem innganga í sambandið hefði í för með sér. Þá ekki sízt framsal valds yfir flestum málum þjóðarinnar og vægi við ákvarðanatöku út frá íbúafjölda. Viðbrögð stuðningsmanna inngöngu í Evrópusambandið, þegar bent hefur verið á dugleysi þess í varnarmálum, hafa verið þau að segja inngönguna snúast um efnahagslegt öryggi. Á sama tíma liggur fyrir að sambandið hefur reynzt alls ófært um að tryggja eigið efnahagslegt öryggi gagnvart Rússlandi. Fyrir liggur einfaldlega að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Varnarhagsmunir Íslands verða fyrir vikið áfram bezt tryggðir með aðildinni að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun